Vottun á ábyrgum veiðum á íslenskum fiski eykur sölu og treystir markaðsstöðu. Þetta kom fram í máli erlendra sérfræðinga sem töluðu á hádegisfundi hjá Iceland Responsible Fisheries
Veiðar á þremur mikilvægum fiskistofnum við Ísland eru nú komnar í formlegt vottunarferli samkvæmt kröfum og leiðbeiningum FAO ; ýsu, ufsa og gullkarfa. Um er að ræða sama kerfi og viðmiðanir og vottað var eftir þegar þorskveiðar fengu vottun í desember sl. Þetta skref er mikilvægt framhald fyrir aðgengi að helstu mörkuðum þar sem gerðar eru strangar kröfur um vottun þriðja aðila og sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður 22.-24. september kynnum við framkvæmd verkefnisins og hvernig íslensk fyrirtæki og aðilar í virðiskeðjunni í sölu á sjávarafurðum frá Íslandi geta nýtt sér verkefnið í markaðssetningu. Umræðufundur verður haldinn 22. september kl. 15 þar sem fjallað verður um þróun markaða (trends) m.t.t. ábyrgra fiskveiða og reynslu af markaðssetningu undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.
Monterey Bay Aquarium samtökin hafa flokkað þorsk veiddan í botnvörpu sem góðan valkost fyrir neytendur (good alternative) og fisk veiddan á línu og krók sem besta kost (best choice). Sömu breytingar voru gerðar á ýsu haustið 2010.
Iceland Responsible Fisheries boðar er til fundar með hagsmunaðilum í sjávarútvegi á Íslandi; aðilum í framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Randy Rice frá Alaska Seafood Marketing Institute (markaðsstofu sjávarafurða - ASMI) mun miðla af reynslu Alaskamanna í vottunarmálum og kynningu og markaðssetningu á sjávarfangi.
Á kynningarfundi í Brussel kom fram að íslenska vottunarleiðin sé að vinna sér sess og breskar verslanakeðjur fagni því framtaki sem unnið er undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Gæði á íslenska fiskinum og vottun á þorskveiðum hafi skipt sköpum í söluaukningu hjá Waitrose.
Það verður margt um að vera í Brussel dagana 3.-5.maí nk. á vegum Iceland Responsible Fisheries (IRF), kynningar og umræður um ábyrgar fiskveiðar, sem við vonum að sem flest fyrirtæki í verkefninu geti nýtt sér. Boðið er m.a. upp á fundi með sérfræðingum sem koma að vottun og kynningarmálum verkefnisins á bás nr. 834 í höll 6.
Sjálfseignarstofnunin Ábyrgar fiskveiðar ses var sett á laggirnar í febrúar 2011.Ábyrgar fiskveiðar ses tók yfir rekstur og utanumhald um vottun ábyrgra veiða Íslendinga, sem áður var stofnað til og rekið á vettvangi Fiskifélags Íslands. Finnur Garðarsson annast daglegan rekstur félagsins, samskipti vegna vottunarmála o.fl.
Iceland Responsible Fisheries hélt kynningarfund á sjávarútvegssýningunni í Boston í mars undir yfirskriftinni „International approch – Local initiative“ þar sem ábyrgar veiðar Íslendinga og vottun þorskstofnsins var umfjöllunarefnið. Fundurinn var vel sóttur.
Allir aðilar í veiðum, vinnslu og sölu á þorski, sem vilja nota vottunina og merkið í markaðsstarfi sínu, þurfa að sækja um þátttöku í verkefninu Iceland Responsible Fisheries. Þá hefur vottunaraðilinn (Global Trust) tilkynnt breytingar á hverjir þurfa að fara í úttekt vegna vottunar á rekjanleika í kjölfar tilmæla frá faggildingaraðilanum sem hefur eftirlit með vottunarverkefninu.