Fréttir

Fréttir

10 júní 2013

Kynningarfundur 7. júní

Föstudaginn 7. júní stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um franska markaðinn fyrir sjávarafurðir. Fundurinn fór fram í Víkinni sjóminjasafni og var ágætlega sóttur af fulltrúum framleiðenda, sölufyrirtækja o.fl.

5 júní 2013

Forsetinn talar á málþingi í Bremerhaven 27. júní

Yfirskrift málþingsins er "The role of science and technology in responsible fisheries management".

24 maí 2013

Fundur um markaðinn fyrir sjávarafurðir í Frakklandi

Fjallað verður m.a. um einkenni franska markaðarins, neysluhegðun og kröfur og væntingar kaupenda. Einnig um markaðs- og kynningarstarf smásöluaðila sem leggja áherslu á að kynna uppruna og ábyrgar fiskveiðar.

Samningur um saltfiskinn undirritaður
18 apríl 2013

Samningur um saltfiskinn undirritaður

Í dag 18. apríl var skrifað undir samning um markaðsverkefni í Suður Evrópu á íslenskum saltfiski til eins árs. Fyrirtæki sem framleiða og selja afurðir til Spánar, Ítalíu og Portúgal eru þátttakendur í verkefninu, sem og þjónustufyrirtæki, sem og Íslandsstofa sem sér um framkvæmd verkefnisins.

4 apríl 2013

Sjávarútvegssýningin í Brussel 23.-25. apríl

Iceland Responsible Fisheries (IRF) leggur áherslu á að kynna ávinning kaupenda og dreifingaraðila af því að taka þátt í verkefninu og kynna íslenskar sjávarafurðir á erlendum mörkuðum undir upprunamerki IRF og ábyrgar fiskveiðar.

25 mars 2013

Viðhaldsvottun á þorski staðfest

Vottunarfyrirtækið Global Trust hefur gefið út staðfestingu um viðhaldsrvottun á þorskveiðum Íslendinga sem gerð er árlega.

17 mars 2013

Fundur um sameiginlegt markaðsstarf

Fiskifélag Íslands heldur opinn umræðufundur um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskan sjávarútveg 21. mars nk. klukkan 13:30-15.00.

18 febrúar 2013

Gögn frá fundi 14. febrúar 2013

Markaðsátak fyrir íslenskan saltfisk var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á fundi 14. febrúar sl.

Markaðsátak í Suður Evrópu
7 febrúar 2013

Markaðsátak í Suður Evrópu

Íslandsstofa sér um framkvæmd markaðsverkefnis í Suður Evrópu þar sem áhersla verður á að kynna íslenskan uppruna, gæði og ferskleika sjávarafurða verður kynntur.

4 febrúar 2013

Fiskur á dagskrá í Madrid

Spænsk-íslenska viðskiptráðið og Íslandsstofa, í samvinnu við Utanríkisráðuneytið, standa fyrir viðskiptafundi í Madríd. Meðal fyrirlesara er Magnús B. Jónsson, yfirmaður Iceland Seafood á Spáni, sem er að kynna íslenskan sjávarútveg.