Viðhaldsvottun á þorski staðfest
Vottunarfyrirtækið Global Trust hefur gefið út staðfestingu um viðhaldsvottun á þorskveiðum Íslendinga sem gerð er árlega. Vottunin er framkvæmd í takt við ISO/IEC 65 staðalinn og er fiskveiðistjórnunin og nýtingin á stofninum að uppfylla kröfur og viðmiðanir í FAO skjölunum, Siðareglum FAO og leiðbeiningum FAO um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum stofnum.