Sjávarútvegssýningin í Brussel 23.-25. apríl

4 apríl 2013

European Seafood Exposition (ESE) og Seafood Processing Europe (SPE) sýningarnar verða haldnar dagana 23.-25. apríl í Brussel. Íslandsstofa skipuleggur íslenskan þjóðarbás á báðum sýningunum og taka samtals 26 fyrirtæki þátt undir hatti Íslandsstofu. Iceland Responsible Fisheries (IRF) leggur áherslu á að kynna ávinning kaupenda og dreifingaraðila af því að taka þátt í verkefninu og kynna íslenskar sjávarafurðir á erlendum mörkuðum undir upprunamerki IRF og ábyrgar fiskveiðar.

Fyrirtækjum sem eru aðilar að Iceland Responsible Fisheries er bent á að hægt er að funda með fulltrúum IRF meðan á sýningunni stendur á bás nr. 834 í höll 6. Finnur Garðarsson verkefnisstjóri hjá Ábyrgum fiskveiðum ses, Guðný Káradóttir forstöðumaður og Björgvin Þór Björgvinsson verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu munu kynna IRF á sýningunni.

Hafið samband við Guðnýju Káradóttur varðandi nánari upplýsingar og til að bóka fundi í síma 511 4000 eða sendið póst á gudny@islandsstofa.is.