Saltfiskréttur Soniu sló í gegn
Matreiðslunemar frá fjórum skólum í Norður-Portúgal kepptu á dögunum um það hver eldar besta réttinn úr íslenskum saltfiski. Viðburðurinn var haldinn á vegum Bacalao de Islandia og hlaut sigurvegarinn Íslandsferð að launum.