Endurskoðun fiskveiðistjórnunarstaðals Ábyrgra fiskveiða ses

Endurskoðun fiskveiðistjórnunarstaðals Ábyrgra fiskveiða ses

4 janúar 2023
Formleg fimm ára endurskoðun - 60 dagaumsagnarferli

Formlegri fimm ára endurskoðun og uppfærslu fiskveiðistjórnunarstaðalsins (IRFM standard) af hálfu tækninefndar Ábyrgra fiskveiða ses. (ÁF) er lokið. Fyrir hönd þátttökuaðila ÁF og íslensks sjávarútvegs tilkynnist hér með að endurskoðaður og uppfærður fiskveiðistjórnunarstaðall ÁF um vottun ábyrgra fiskveiða á Íslandi, sem gefinn var fyrst út árið 2010, er nú opinn til kynningar og umsagnar í 60 daga.

Nánari upplýsingar um Ábyrgar fiskveiðar og staðalinn

Megintilgangur vottunar á vegum ÁF er að sýna fram á á gagnsæjan hátt, að Íslendingar stundi ábyrgar fiskveiðar og fari að alþðlega viðurkenndum samningum og fylgi viðmiðum sem sett eru af Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO.

IRFM staðallinn byggir m.a. á siðareglum FAO í fiskimálum frá 1995 (FAO Code of Conduct for Responsible Fisheries) og Leiðbeiningum FAO um umhverfismerkingar og vottun á veiðum og afurðum villtra fiskistofna frá 2005/09 (FAO Guidelines for the Ecolabelling of Fish and Fishery Products from Marine Capture Fisheries), ásamt ISO stöðlum og öðrum alþðlegum samningum um staðlagerð og faggildingu.

Vottun sem byggir á IRFM staðlinum hefur hlotið faggildingu samkvæmt alþðlega viðurkenndum ISO staðli (ISO/IEC 17065:2012 Standard for certification of product and process schemes). Faggildingin var unnin af INAB (Irish National Accreditation Board), sem er aðili að Alþðasamtökum faggildingaraðila (International Accreditation Forum).

Tækninefnd ÁF, sem ber ábyrgð á skrifum og útgáfu staðla ÁF, samanstendur af sérfræðingum frá opinberum stofnunum, sem tengjast sjávarútvegi og félögum og fyrirtækjum í greininni. Tækninefndinni ber samkvæmt verklagsreglum að uppfæra formlega staðla á fimm ára fresti að lágmarki. Eftir þá endurskoðun ber að setja endurskoðaðan staðal í 60 daga kynningar- og umsagnarferli skv. leiðbeiningum FAO.

Tækninefndin mun taka til skoðunar allar efnislegar athugasemdir, sem berast og sem leiða til breytinga til batnaðar miðað við hlutverk og markmið staðalsins. Nefndin mun ekki svara skriflega einstökum athugasemdum.

Áhugasamir aðilar geta sent inn athugasemdir um staðalinn sbr. eftirfarandi leiðbeiningar.

Umsagnarferli - leiðbeiningar

Hér með er áhugasömum gefið tækifæri á að koma með athugasemdir við IRFM staðalinn Iceland Responsible Fisheries Management Standard – revision 2.1 á tímabilinu 4. janúar - 5. mars 2023.

Leiðbeiningar:

  • Nafnlausar athugasemdir verða ekki teknar til greina.

  • Hver umsagnaraðili getur aðeins sent athugasemdir einu sinni og verður að

    vera unnt að rekja athugasemd til tengiliðs umsagnaraðilans

  • Skoðanir, sem fram koma í athugasemdum, geta aðeins tjáð skoðanir eins

    umsagnaraðila. Athugasemdir sem eiga að tjá skoðanir fleiri en einna

    samtaka verða ekki teknar til greina.

  • Tilgreina skal kafla og greinar í staðlinum, sem gera á athugasemdir við til að

    unnt sé að taka athugasemdir til greina.