Fundur um markaðinn fyrir sjávarafurðir í Frakklandi
Föstudaginn 7. júní nk. kl. 10-12 verður haldinn fundur um markaðinn fyrir sjávarafurðir í Frakklandi. Fundurinn fer fram í Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, Reykjavík.
Marie Christine Monfort, sem er sérhæfð í markaðsmálum sjávarafurða, mun halda kynningu og fjalla um:
- einkenni franska markaðarins, neysluhegðun, væntingar og kröfur neytenda
- helstu merki (labels) sem notuð eru á franska markaðinum til að upplýsa neytendur um ábyrgar fiskveiðar og uppruna
- markaðs- og kynningarstarfi verslanakeðja verða gerð skil
- tækifæri fyrir íslenskar sjávarfurðir á franska markaðinum.
Umræður verða í kjölfar fyrirlestursins. Þeir sem eru að selja sjávarafurðir í Frakklandi eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um markaðssetningu og kynningu á íslenskum afurðum í Frakklandi.
Marie Christine Monfort hefur meira en 20 ára reynslu af ráðgjöf í markaðssetningu sjávarafurða og fiskeldisafurða, greiningarvinnu og stefnumótun. Hún hefur m.a. unnið rannsóknir á kröfum um sjálfbærni og hefur unnið fjölda verkefna á alþjóðlegum vettvangi. Sjá nánar á www.Sea-Matters.com
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is.
Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, sími 511 4000.