Forsetinn talar á málþingi í Bremerhaven 27. júní
Í tilefni opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Þýskalands efna sendiráð Íslands í Þýskalandi, Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries til málþings um hlutverk vísindarannsókna og tækni í ábyrgum fiskveiðum Íslendinga. Málþingið, sem haldið er í Bremerhaven þann 27. júní nk. kl. 14, ber yfirskriftina "The role of science and technology in responsible fisheries management".
Forsetinn mun flytja aðalræðu málþingsins en auk hans mun Jóhann Sigurjónsson fjalla um mikilvægi vísindarannsókna við stofnmat og kynna ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár, Karl-Heinz Renz mun segja frá kynningu á ferskum íslenskum fiski í Edeka verslanakeðjunni og sýndar tvær stuttar myndir sem gerðar hafa verið í tengslum við markaðsverkefnið Iceland Responsible Fisheries. Að málþinginu loknu verður þátttakendum boðið til móttöku þar sem tækifæri gefst til að ræða við viðstadda og efla tengsl við önnur fyrirtæki.
Til málþingsins er boðið kaupendum á íslenskum sjávarafurðum og hagsmunaaðilum. Sjá boðskort hér á vefnum sem útflytjendum á sjávarafurðum til Þýskalands er frjálst að senda á sína viðskiptavini. Nánar um málþingið á enska hluta vefsins.