Fyrirtækið Primex á Siglufirði sem framleiðir kítin og kítósan úr rækjuskel hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi 2012. Þetta er mikil viðurkenning fyrir það mikla nýsköpunarstarf sem unnið er í íslenskum sjávarútvegi og gott dæmi um fullnýtingu hráefnis.
Uppruni, vottun og ábyrgar fiskveiðar voru kynntar undir merkjum IRF á sjávarútvegssýningunni í Boston. Ísland og Alaska tóku höndum saman og héldu sameiginlegan hádegisverðarfund undir yfirskriftinni The evolution of SUSTAINABILITY and the role of CHOICE.
Iceland Responsible Fisheries (IRF) verður kynnt á sjávarútvegssýningunum í Boston 11.-13. mars nk. og í Brussel 24.-26. apríl. Erlendum kaupendum verður boðið til hádegisverðarfundar samhliða báðum sýningunum þar sem ábyrg nýting auðlinda hafsins verður til umræðu og þáttur hennar í markaðssetningu á sjávarfangi.
Um 100 manns mættu á fund IRF til að kynna sér vottunarkerfið og þýðingu ábyrgra fiskveiða í markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum í Þýskalandi.
Iceland Responsible Fisheries tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Bremen 12.-14. febrúar nk. Kynningarfundur verður 13. febrúar kl. 10-12, "Responsible fisheries in Icelandic waters - Engagement through Certification of Fisheries based on the FAO-ISO model".
Könnunin leiddi m.a. í ljós jákvæðar breytingar í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18-26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis.
Markaðs- og kynningarstarf Iceland Responsible Fisheries (IRF) hefur verið í höndum Íslandsstofu í rúmlega eitt ár. Á þeim tíma hefur verið unnið í að kynna verkefnið með ýmsum hætti.
Í kjölfar vottunar á þorskveiðum Íslendinga fór verslanakeðjan Waitrose í Bretlandi í auglýsingaherferð til að kynna íslenskan fisk og stefnu fyrirtækisins í innkaupum á fiski. Auglýsingar fyrirtækisins voru teknar upp á Íslandi.
Fjölbreytt umfjöllun um íslenskan sjávarútveg hefur verið á sjónvarpsstöðinni ÍNN að undanförnu. Þann 20. október var viðtal við Guðnýju Káradóttur markaðsstjóra Iceland Responsible Fisheries og umfjöllun um verkefnið.
Mikill fjöldi sótti Íslensku sjávarútvegssýninguna þar sem Iceland Responsible Fisheries og Íslandsstofa deildu bás. Skoðið myndir af sýningunni hér.