Sjávarútvegssýning og kynningarfundur í Bremen

Sjávarútvegssýning og kynningarfundur í Bremen

15 janúar 2012

Iceland Responsible Fisheries (IRF) tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Bremen í Þýskalandi, Fish International, sem haldin er 12.-14. febrúar nk.  IRF verður með sýningarbás númer C-20 í höll 5. Hægt er að funda á básnum með fulltrúum IRF og vottunarfyrirtækisins Global Trust, meðan á sýningunni stendur. Vinsamlegast sendið póst á Guðnýju Káradóttur, markaðsstjóra IRF, gudny@islandsstofa.is, til að bóka fundi fyrirfram.

KYNNINGARFUNDUR - ÁBYRGAR VEIÐAR OG VOTTUN

Mánudaginn 13. febrúar kl. 10-12 verður haldinn kynningarfundur á sýningunni í höll 4 á vegum IRF. Á fundinum verður rætt um vottun og þýðingu ábyrgra fiskveiða Íslendinga í markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum, einkum í Þýskalandi. Eggert Benedikt Guðmundsson formaður fagráðs sjávarútvegs hjá Íslandsstofu og forstjóri HB Granda opnar fundinn, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró mun flytja  erindi sem og Peter Marshall forstjóri Global Trust sem fjallar um vottunarmál. Fjallað verður um reynslu af kynningu á sjávarafurðum undir merkjum IRF á þýska markaðinum. Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra mun einnig ávarpa fundinn. Fyrirlestrar eru ýmist á ensku eða þýsku. Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundarins.

Fundurinn er skipulagður í samstarfi við sendiráð Íslands í Þýskalandi og Þýsk íslenska viðskiptaráðið sem mun halda aðalfund sinn meðan á sýningunni stendur.

Íslenskir fiskframleiðendur og markaðsfyrirtæki eru hvött til að bjóða viðskiptavinum sínum á kynningarfundinn. Hægt er að hlaða niður boðskorti á fundinn hér, á ensku og þýsku. Skráning á fundinn fer fram hjá Íslandsstofu í síma 511 4000 eða með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is. Lesa má nánar um dagskrá fundarins á enska hluta vefsins.