Áframhald GSSI viðurkenningar IRF vottunarprógrammsins staðfest

Áframhald GSSI viðurkenningar IRF vottunarprógrammsins staðfest

16 janúar 2020
Áframhald GSSI viðurkenningar IRF vottunarprógrammsins staðfest

Endurskoðun GSSI viðurkenningar IRF vottunar, Monitoring of Continued Alignment (MOCA) hófst í maí 2019. Farið var ítarlega yfir breytingar sem átt hafa sér stað sl. þrjú ár frá því IRF hlaut GSSI viðurkenningu. Ferlinu lauk 27. desember 2019.

Óháðir sérfræðingar staðfestu að IRF vottunin uppfyllti allar kröfur sem skylt er að uppfylla samkvæmt mælistiku GSSI (Benchmark Tool). Staðlanefnd GSSI (Benchmark Committee) mælti með áframhaldandi viðurkenningu sem stjórn GSSI samþykkti í janúar 2020.

IRF hlaut fyrst viðurkenningu eftir úttekt samkvæmt mælistiku GSSI í nóvember 2016. Viðurkenningin er endurskoðuð á þriggja ára fresti.

Lesa meira hér