Þátttaka IRF í Boston og Brussel
Iceland Responsible Fisheries (IRF) verður kynnt á sjávarútvegssýningunum í Boston 11.-13. mars nk. og í Brussel 24.-26. apríl. Á sýningarbásum IRF verður boðið upp á fundi og kynningar fyrir erlenda kaupendur og hagsmunaaðila, en auk þess verður boðið til hádegisverðarfunda á báðum sýningunum.
IBSS í Boston 11.-13. mars
Ábyrgar fiskveiðar og íslenskur uppruni sjávarfangs verður kynntur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries á sýningunni í Boston á bás nr. 581. Fulltrúar Iceland Responsible Fisheries verða á svæðinu sem og sérfræðingar frá Global Trust.
Ísland og Alaska taka höndum saman og halda sameiginlegan hádegisverðarfund mánudaginn 12. mars undir yfirskriftinni "The evolution of SUSTAINABILITY and the role of CHOICE".
Þá er vert að vekja athygli á fundi (seminar) sem haldinn er sunnudaginn 11. mars kl. 13.30, "Making sense of Seafood Sustainability through Positive Engagement". Meðal fyrirlesara er Peter Marshall, framkvæmdastjori Global Trust Certification og Randy Rice frá Alaska Seafood Marketing Institute.
Sjávarútvegsýningarnar í Brussel 24.-26. apríl
Íslandsstofa skipuleggur íslenska þjóðarbása á European Seafood Exposition (ESE) og Seafood Processing Europe (SPE). Iceland Responsible Fisheries (IRF) er á bás nr. 834 á ESE.
IRF heldur hádegisverðarfund fyrir erlenda kaupendur sjávarfangs þar sem sérstaða Íslands og sjálfbær notkun auðlinda hafsins verður til umræðu. Fundurinn verður kynntur betur þegar nær dregur.
Fyrirtækjum sem eru aðilar að Iceland Responsible Fisheries er bent á að hægt er að nýta sér aðstöðu á sýningarbás IRF.
Hafið samband við Guðnýju Káradóttur, markaðsstjóra IRF, varðandi nánari upplýsingar og til að bóka fundi í síma 511 4000 eða sendið póst á gudny@islandsstofa.is.