Kynningarfundur 16. maí - Reynsla Alaska af vottun á veiðum
Iceland Responsible Fisheries boðar er til fundar með hagsmunaðilum í sjávarútvegi á Íslandi; aðilum í framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Fundarefni: reynsla Alaskamanna í vottunarmálum og kynningu og markaðssetningu á sjávarfangi.
Randy Rice frá Alaska Seafood Marketing Institute (markaðsstofu sjávarafurða - ASMI) mun miðla af reynslu Alaskamanna. Sjálfbærar veiðar vega þungt í áherslum og kynningu á sjávarafurðum frá Alaska og hafa þeir líkt og Íslendingar valið alþjóðlega vottunarleið byggða á FAO stöðlum og leiðbeiningum og ISO faggildingu. Hann mun segja frá fiskveiðistjórnun í Alaska, rekja ástæður þess að Alaska afréð að fara þessa leið í vottun á veiðum og þýðingu þess fyrir sölu- og markaðsstarf.
Á fundinum gefst einnig kostur á að koma með fyrirspurnir varðandi íslensku vottunina.
Skráning á fundinn er á vef Íslandsstofu eða í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Káradóttir, markaðsstjóri Iceland Responsible Fisheries, gudny@islandsstofa.is, sími 511 4000.
Sjá hér viðtal við Randy Rice á vefmiðlunum Seafoodsource.com sem tekið var á Boston Seafood Show í mars sl.