Monterey Bay Aquarium endurskoðar flokkun á þorski
Monterey Bay Aquarium (MBA) samtökin hafa flokkað þorsk veiddan í botnvörpu sem góðan valkost fyrir neytendur (good alternative) og fisk veiddan á línu og krók sem besta kost (best choice). Sömu breytingar voru gerðar á ýsu haustið 2010.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og yfirvöld hafa miðlað upplýsingum um fiskveiðistjórnun til ýmissa aðila sem hafa sýnt sjávarútvegsmálum áhuga, m.a. MBA.
Mikilvægi samtakanna felst í því að þau gefa út Seafood Watch List fyrir neytendur þar sem þau leggja mat á stöðu um 400 fiskistofna víðsvegar um heim. Samtökin eru jafnframt ráðgefandi aðili við stórkaupendur og verslanakeðjur varðandi kaup á sjávarfangi sem íslenskir framleiðendur og seljendur stunda viðskipti við. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Aramark og Compass Group sem reka 10.000 mötuneyti í Bandaríkjunum.
Um þessa breytingu er meðal annars fjallað á fréttamiðlinu SeafoodNews.com. Sjá einnig video-frétt John Sackton hjá SeafoodNews.com.
Skoða Seafood Watch á vefnum.