Umsókn um rekjanleikavottun og notkun á merki

Umsókn um rekjanleikavottun og notkun á merki

29 mars 2011

Certified IRF LogoAllir aðilar í veiðum, vinnslu og sölu á þorski, sem vilja nota vottunina og merkið í markaðsstarfi sínu, þurfa að sækja um þátttöku í verkefninu (meðlimir í klúbbnum). Sækja þarf um hjá Finni Garðarssyni verkefnisstjóra (finnur@fiskifelag.is).

Vottunaraðilinn (Global Trust) hefur tilkynnt breytingar á hverjir þurfa að fara í úttekt vegna vottunar á rekjanleika í kjölfar tilmæla frá faggildingaraðilanum sem hefur eftirlit með vottunarverkefninu. Öll fyrirtæki, sem á einhverjum tímapunkti eru eigendur afurða úr hinum vottaða fiskistofni frá fyrstu afhendingu eftir veiðar og þar til vörunni hefur verið pakkað í neytendaumbúðir, þurfa að fara í úttekt vegna vottunar á rekjanleika samkvæmt viðeigandi kröfulýsingu (Chain of Custody Specification). Þessir aðilar eru: 

  • Íslenskar fiskvinnslur og pökkunarfyrirtæki (Primary Processors and Packers)
  • Áframvinnslur (Secondary Processors)
  • Sölu- og markaðsfyrirtæki, þ.á.m. heildsalar (Distributers/ Wholesalers)
  • Smásalar (Retailers) og matvæladreifingarfyrirtæki (Food Service Operations)

Þetta er gert til að uppfylla ströngustu kröfur um vottun þriðja aðila skv. ISO staðlinum ISO 65/EN 45011. Vottun á rekjanleika er því skilyrði fyrir heimild til að nota vottunina og merkið sem staðfestir vottunina (Iceland Responsible Fisheries – CERTIFIED)  í markaðslegum tilgangi. Áfram verður hægt að nota upprunamerkið í markaðslegum tilgangi, óháð vottun, en sækja þarf um slíkt einnig.
Sækja verður formlega um vottun á rekjanleika hjá vottunaraðila (Global Trust) með því að fylla út sérstakt eyðublað (Chain of Custody application form) þar sem fram þurfa að koma upplýsingar um starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Tengiliður hjá Global Trust er Mike Platt, mikeplatt@gtcert.com. Fyrirtæki sem kaupa afurðir úr vottuðum veiðistofni, en óska ekki eftir að nota vísan til vottunar við markaðssetningu, þurfa ekki að sækja um rekjanleikavottun.

Vinsamlegast hafið samband við Finn Garðarsson, verkefnisstjóra hjá Ábyrgum veiðum ses. til að fá nánari upplýsingar - finnur@fiskifelag.is og sími 591 0308.