Ábyrgar fiskveiðar kynntar í Brussel
Það verður margt um að vera í Brussel dagana 3.-5.maí nk. á vegum Iceland Responsible Fisheries (IRF), kynningar og umræður um ábyrgar fiskveiðar, sem við vonum að sem flest fyrirtæki í verkefninu geti nýtt sér.
Kynningar og fundir á bás nr. 834 í höll 6
Boðið er upp á einkafundi um tæknilega þætti í vottun, innleiðingu og markaðssetningu á bás Iceland Responsible Fisheries (nr. 834 í höll 6). Hægt er að bóka 30 mín fundi með eftirtöldum aðilum á miðvikudegi og fimmtudegi:
- Kristjáni Þórarinssyni, formanni tækninefndar IRF
- Finni Garðarssyni, verkefnastjóra IRF
- Guðnýju Káradóttur, markaðsstjóra IRF
- Starfsmönnum Global Trust sem koma að vottunarmálum í verkefninu
Vinsamlegast sendið tölvupóst með ósk um fundartíma og hverja þið viljið hitta, á gudny@islandsstofa.is.
Skraf og skoðanaskipti (Networking session)
Miðvikudaginn 4. maí kl. 16.30 langar okkur að fá fólk til skrafs og skoðanaskipta, um hvaðeina sem lítur að ábyrgum fiskveiðum, á básnum okkar nr. 834 í höll 6. Á staðnum verða m.a. formenn tækninefndar og markaðsnefndar IRF, starfsmenn verkefnisins og sérfræðingar frá Global Trust.
Hádegisverðarfundur
Erlendum kaupendum og þátttakendum í IRF verkefninu er boðið verður til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 3. maí kl. 13. Að lokinni kynningu Eggerts Benedikts Guðmundssonar formanns fagráðs sjávarútvegs hjá Íslandsstofu og forstjóra HB Granda, á stöðu og framtíð IRF verkefnisins mun Quentin Clark, hjá verslanakeðjunni Waitrose í Bretlandi (Head of Sustainability and Ethical Sourcing), fjalla um mikilvægi sjálfbærra fiskveiða og gildi vottunar á íslenskum fiskveiðum. Og að sjálfsögðu verður boðið upp á íslenskan þorsk!