Fréttir

Fréttir

7 júlí 2017

Formlegu umsagnarferli um rekjanleikastaðal lokið

Á tímabilinu 8. maí til 6. júlí 2017 stóð yfir formlegt opinbert kynningar- og umsagnarferli vegna endurskoðunar og uppfærslu á rekjanleikastaðli Ábyrgra fiskveiða ses.

26 júní 2017

Leyfilegur heildarafli fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 gefinn út

Ákvörðun ráðherra um afla er byggð á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar í öllum tegundum. Sjálfbær nýting og varúðarstefna eru grunnforsendur ráðgjafarinnar og er hægt að segja að fiskveiðar við Ísland standist alþjóðleg sjónarmið um sjálfbærni og varúð.

Hafró kynnir ráðgjöf sína - 6% aukning á aflamarki þorsks
13 júní 2017

Hafró kynnir ráðgjöf sína - 6% aukning á aflamarki þorsks

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag ráðgjöf um fiskveiðar á komandi fiskveiðiári. Þorskstofninn er í góðu ástandi og ráðleggur stofnunin 6% aukning á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda, úr 244.000 tonnum í 257.572 tonn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018.

Endurskoðun rekjanleikastaðals - 60 daga umsagnarferli
8 maí 2017

Endurskoðun rekjanleikastaðals - 60 daga umsagnarferli

Formlegri fimm ára endurskoðun og uppfærslu rekjanleikastaðalsins af hálfu tækninefndar Ábyrgra fiskveiða ses. Hér með er áhugasömum gefið tækifæri á að koma með athugasemdir við IRFM rekjanleikastaðalinn.

Fjölmenni á sýningunni í Brussel
3 maí 2017

Fjölmenni á sýningunni í Brussel

Iceland Reponsible Fisheries tókþátt í afurðasýningunni Seafood Expo Global sem haldin var samhliða tækjasýningunni Seafood Processing Global, dagana 25.-27. apríl 2017 í Brussel. Aukinn áhugi er á kynningarsamstarfi í að kynna íslenskar afurðir og voru haldnir fundir með kaupendum til að ræða slík mál og vottunarverkefni IRF.

Kynningarsamstarf á íslenskum þorski í Barcelona
21 mars 2017

Kynningarsamstarf á íslenskum þorski í Barcelona

Markaðsverkefnið Bacalao de Islandia tekur þátt í Ruta del Baccallà sem stendur yfir í Barcelona 9.-26. mars. Þetta er í annað skipti sem markaðsverkefnið tekur þátt.

Íslenskir matreiðslunemar kynnast katalónskri matargerð
21 mars 2017

Íslenskir matreiðslunemar kynnast katalónskri matargerð

Markaðsverkefnið Bacalao de Islandia hefur unnið talsvert með matreiðsluskólanum CETT í Barcelona. Í byrjun síðasta árs fór fram kynning í skólanum á íslenskum söltuðum þorski og í kjölfarið hafa tveir nemendur skólans komið til Íslands.

Walmart keðjan viðurkennir GSSI
24 febrúar 2017

Walmart keðjan viðurkennir GSSI

Walmart hefur breytt innkaupastefnu sinni á þann hátt að keðjan viðurkennir öll þau votttunarkerfi sem fara að FAO leiðbeiningum og hafa verið viðurkennd af GSSI (Global Sustainable Seafood Initiative). Þar með er vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða (Iceland Responsible Fisheries) viðurkennt.

Íslenski þorskurinn kynntur á viðburðum í Madrid í janúar
2 febrúar 2017

Íslenski þorskurinn kynntur á viðburðum í Madrid í janúar

Madrid Fusión er ein stærsta og mikilvægasta fagráðstefnan fyrir veitingageirann á Spáni. Hana sækja bæði frægir og upprennandi kokkar frá öllum hornum Spánar og eigendur og rekstraraðilar veitingastaða. Gestir voru um 10.000 og segja má að þeir komi til að kynna sér strauma, stefnur og nýjungar í veitingageiranum.

Ýsu- og ufsaveiðar hljóta viðhaldsvottun
24 janúar 2017

Ýsu- og ufsaveiðar hljóta viðhaldsvottun

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur lokið árlegri úttekt til viðhaldsvottunar á veiðum á Íslandsmiðum á ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens). Vottunin er samkvæmt nýútgefnum og endurskoðuðum staðli um ábyrgar fiskveiðar (Iceland Responsible Fisheries Management Standard 2.0).