Fréttir

Fréttir

Þekktur portúgalskur kokkur kynnir íslenskan saltfisk
19 janúar 2017

Þekktur portúgalskur kokkur kynnir íslenskan saltfisk

Á dögunum var hér á landi í boði Íslandsstofu þekktur portúgalskur kokkur, m.a. til að kynna sér veiðar og saltfiskvinnslu.

18 janúar 2017

Nýtt myndband um rekjanleikavottun komið út

AVS sjóðurinn styrkti útgáfuna og Playmo sá um samsetningu efnisins.

Kynning í kokkaskóla á Ítalíu
21 desember 2016

Kynning í kokkaskóla á Ítalíu

Kynningin er liður í markaðsverkefninu "Leyndarmál íslenska þorsksins"

Ítalskir kokka kynna sér fiskinn okkar
16 desember 2016

Ítalskir kokka kynna sér fiskinn okkar

Í byrjun desember komu tveir ítalskir kokkar frá Campania héraðinu til Íslands í þeim tilgangi að kynnast fiskveiðum og vinnslu og landinu almennt. Þeir eru meðal dyggra kaupenda og bjóða upp á íslenskan fisk á veitingastöðum sínum. Heimsókn þeirra tengist markaðsstarfi fyrir saltaðar þorskafurðir sem Íslandsstofa sinnir í samstarfi við söluaðila og framleiðendur.

Vel sóttur fundur um GSSI og vottun ábyrgra fiskveiða
8 desember 2016

Vel sóttur fundur um GSSI og vottun ábyrgra fiskveiða

Miðvikudaginn 7. desember héldu ÁF, í samstarfi við Íslandsstofu, kynningarfund á GSSI verkefninu og vottun ábyrgra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF). Fundurinn var vel sóttur og var áhugi fundarmanna á málefninu mikill.

5 desember 2016

World Seafood Congress í Reykjavík 2017

Fundur 7. desember um GSSI og vottun ÁF
1 desember 2016

Fundur 7. desember um GSSI og vottun ÁF

Ábyrgar fiskveiðar (ÁF) í samstarfi við Íslandsstofu bjóða til kynningarfundar á GSSI verkefninu (Global Sustainable Seafood Initiative) og vottun ábyrgra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Aðalfyrirlesari á fundinum verður Herman Wisse framkvæmdastjóri hjá GSSI en einnig munu Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri hjá Þorbirninum og Hrefna Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá ÁF flytja erindi.

Besta eldamennskan á söltuðum íslenskum þorski í CETT skólanum í Barcelona
17 nóvember 2016

Besta eldamennskan á söltuðum íslenskum þorski í CETT skólanum í Barcelona

Vinningshafinn eldaði reyktan saltaðan þorsk og hlaut ferð til Íslands í vinning fyrir sig og kennara skólans. Keppnin er liður í að auka þekkingu ungra nemenda á íslenska fiskinum og hvetja þau til að nota gæðahráefni í sína eldamennsku.

Mikill áhugi á markaðsmálum þorsks í Barcelona
17 nóvember 2016

Mikill áhugi á markaðsmálum þorsks í Barcelona

Þann 14. nóvember sl. var haldinn fjölmennur fundur í Barcelona undir merkjum "Leyndarmál íslenska saltfisksins". Auk kynningar á markaðsverkefninu Saltaðar þorskafurðir í suður Evrópu, markaðsrannsóknum um vitund um uppruna, var "show-cooking" og boðið upp á fjölbreytta rétti úr íslenskum þorski.

Yfir 40 kaupendur á sjávarafurðakaupstefnu í Kanada
15 nóvember 2016

Yfir 40 kaupendur á sjávarafurðakaupstefnu í Kanada

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kanada stóðu fyrir sjávarafurðakaupstefnu í Montréal í Kanada 9. nóvember sl.