Vel sóttur fundur um GSSI og vottun ábyrgra fiskveiða

Vel sóttur fundur um GSSI og vottun ábyrgra fiskveiða

8 desember 2016

Í nóvember hlaut vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða (ÁF) viðurkenningu af hálfu Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI) eftir ítarlega úttekt þar sem verkefnið stóðst allar lykilkröfur sem settar eru fram af hálfu GSSI. Strangar kröfur GSSI byggja fyrst og fremst á samþykktum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO).

Miðvikudaginn 7. desember héldu ÁF og Íslandsstofa, kynningarfund um GSSI og vottun ábyrgra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF). Fundurinn var vel sóttur og var áhugi fundarmanna á málefninu mikill.

Aðalfyrirlesari á fundinum var Herman Wisse framkvæmdastjóri hjá GSSI en hann fjallaði um starfsemi GSSI og mikilvægi vottunar. Einnig fluttu erindi þau Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri hjá Þorbirninum, um vottun IRF frá sjónarhóli framleiðandans og Hrefna Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá ÁF, um vottun IRF og þýðingu úttektar GSSI fyrir vottunarverkefnið. Góðar umræður sköpuðust í lok fundar.

Kynningar fyrirlesara má nálgast hér að neðan

Hér má lesa umfjöllun 200 mílna hjá mbl.is um fundinn.

 

Hér er tengill inn á YouTube þar sem skoða má fleiri video sem gerð hafa verið undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.