Fréttir

Fréttir

Vottunarverkefni ÁF hlýtur viðurkenningu af hálfu GSSI
8 nóvember 2016

Vottunarverkefni ÁF hlýtur viðurkenningu af hálfu GSSI

Í dag 8. nóvember tilkynnti stjórn GSSI að vottunarverkefni ÁF hefði staðist allar lykilkröfur til að hljóta viðurkenningu af hálfu GSSI. Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð og efla þannig traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávarafurðir.

Nýtt video um vottun fiskveiða
7 nóvember 2016

Nýtt video um vottun fiskveiða

Komið er út nýtt video sem útskýrir í stuttu máli með myndrænum hætti, meginatriði í vottun ábyrgra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.

Þorskveiðar hljóta viðhaldsvottun
4 nóvember 2016

Þorskveiðar hljóta viðhaldsvottun

Árlegri úttekt írsku vottunarstofunnar Global Trust til viðhaldsvottunar á þorskveiðum (Gadus morhua) innan íslenskrar lögsögu er lokið. Vottunin er samkvæmt nýútgefnum og endurskoðuðum staðli um ábyrgar fiskveiðar (IRFM Standard 2.0).

4 nóvember 2016

Vottunarverkefni ÁF hlýtur viðurkenningu af hálfu GSSI

Rekjanleikastaðall Ábyrgra fiskveiða hefur verið faggiltur
1 nóvember 2016

Rekjanleikastaðall Ábyrgra fiskveiða hefur verið faggiltur

Írska faggildingarstofan INAB hefur faggilt rekjanleikastaðal ÁF skv. ISO/IEC 17065:2012 staðli. Báðir staðlar ÁF hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkennda faggildingu skv. ströngustu kröfum markaðarins.

Staða og framtíð þorsksins rædd á ráðstefnu í Portúgal
1 nóvember 2016

Staða og framtíð þorsksins rædd á ráðstefnu í Portúgal

Íslenskur þorskur átti sinn sess á ráðstefnu sem fór fram í Ílhavo í Portúgal nýlega. „Þorskurinn – sagan og framtíðin“var yfirskrift ráðstefnunnar. Fulltrúi Íslands á ráðstefnunni flutti erindi á málstofu um markaðinn og neysluhegðun og sagði m.a. frá útflutningi til Portúgal í sögulegu samhengi og rakti þróun og áherslur í markaðsstarfi Íslendinga í dag.

Gullkarfaveiðar hljóta viðhaldsvottun
27 október 2016

Gullkarfaveiðar hljóta viðhaldsvottun

Úttektarteymi á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust hefur lokið árlegri úttekt til viðhaldsvottunar á veiðum á gullkarfa (Sebastes norvegicus) innan íslensku lögsögunnar. Með úttektinni hafa veiðar á gullkarfa staðist árlega úttekt til viðhaldsvottunar og eru vottaðar skv. endurskoðuðum IRFM staðli 2.0.

Góður árangur Kokkalandsliðsins
27 október 2016

Góður árangur Kokkalandsliðsins

Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi dagana 22.-26. október sl. Liðið vann silfurverðlaun fyrir heita matinn. Kokkalandsliðið hafði sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti, en á matseðlinum var m.a. léttreykt ýsa með humri í forrétt.

Kokkalandsliðið keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu
20 október 2016

Kokkalandsliðið keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu

Dagana 22.-25. október fylgir Kokkalandsliðið eftir framúrskarandi árangri sínum frá síðasta Heimsmeistaramóti, sem skilaði liðinu í 5. sæti á heimslista, og keppir á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Þýskalandi. Liðið er í toppformi en æfingar hafa staðið yfir í 18 mánuði. Íslandsstofa er einn af bakhjörlum Kokkalandsliðsins og hefur átt gott samstarf við liðið í kynningu sjávarfangi og öðru íslensku hráefni og matarmenningu í fjölbreyttum verkefnum á erlendum vettvangi.

Ábyrgar fiskveiðar á fundi Europeche
13 október 2016

Ábyrgar fiskveiðar á fundi Europeche

Á dögunum þáðu Hrefna Karlsdóttir hjá Ábyrgum fiskveiðum ses. (ÁF) og Brynjólfur Eyjólfsson stjórnarformaður ÁF boð frá Europeche um að heimsækja félagið og kynna starfsemina og vottunarverkefni undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.