Fréttir

Fréttir

Íslenskur þorskur á EM í París
20 júní 2016

Íslenskur þorskur á EM í París

Það eru ekki eingöngu íslenskir knattspyrnumenn sem gera garðinn frægan í Frakklandi. Almenningi gefst kostur á að bragða á íslenskum þorski á Evróputorginu í París og kynnast landinu í litla rauða Eldhúsinu.

Fundur með þýskum kaupendum haldinn í Berlín 2. júní sl.
6 júní 2016

Fundur með þýskum kaupendum haldinn í Berlín 2. júní sl.

Markmiðið fundarins var að styrkja tengsl við helstu kaupendur á íslenskum sjávarafurðum og fræða um stjórn fiskveiða á Íslandi, rannsóknarstarf og stöðu fiskistofna og vottunarmál undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.

Matur er mikil virði - erindi af ráðstefnunni 19. maí sl.
31 maí 2016

Matur er mikil virði - erindi af ráðstefnunni 19. maí sl.

Ráðstefna var haldin í Hörpu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði – nýir straumar og markaðssetning matvæla. Aðalefni hennar var matvæli og markaðssetning í framtíðinni með tilliti til aukinnar verðmætasköpunar.

Vel sóttur fundur um þýska matvælamarkaðinn
27 maí 2016

Vel sóttur fundur um þýska matvælamarkaðinn

Þann 25. maí hélt Íslandsstofa fund þar sem fjallað var um útflutning matvæla til Þýskalands, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og markaðshorfur. Fimm erindi voru flutt á fundinum sem var vel sóttur.

Íslenskur sjávarútvegur kynntur í Brussel í 24. sinn
25 apríl 2016

Íslenskur sjávarútvegur kynntur í Brussel í 24. sinn

Ísland hefur verið með frá upphafi á sjávarútvegssýningunum í Brussel og í ár eru 35 fyrirtæki að kynna afurðir, vörur og þjónustu á sýningunni sem er sú stærsta á sínu sviði í heiminum. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á tveimur þjóðarbásum.

Mismunandi merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu
25 apríl 2016

Mismunandi merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu

Þann 14. apríl sl. stóð Iceland Responsible Fisheries fyrir kynningarfundi um nýja skýrslu sem fjallar um merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu - „Labelling Seafood – What a challange“.

Endurskoðun fiskveiðistjórnunarstaðals Ábyrgra fiskveiða ses
20 apríl 2016

Endurskoðun fiskveiðistjórnunarstaðals Ábyrgra fiskveiða ses

Formleg fimm ára endurskoðun fiskveiðistjórnunarstaðals Ábyrgra fiskveiða ses hefst 20. apríl og stendur yfir í sextíu daga. Á þeim tíma geta áhugasamir sent inn athugasemdir á vefnum.

29 mars 2016

Merkingar sjávarafurða: fyrir hverja og af hverju? Fundur 14. apríl

Merki sem er að finna á umbúðum sjávarafurða geta verið fjölmörg. Þetta getur ruglað marga í ríminu, ekki aðeins neytendur heldur líka framleiðendur og innflytjendur sjávarafurða. Merkingar: fyrir hverja og af hverju? Fundur um nýja skýrslu verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl kl. 11.30 á Nauthól.

Verðandi matreiðslumeistarar í Barcelona kynnast íslenska þorskinum
13 mars 2016

Verðandi matreiðslumeistarar í Barcelona kynnast íslenska þorskinum

Alls fengu 137 nemar við skólann að kynnast íslenska þorskinum í þriggja tíma dagskrá. Paco Perez, katalónskur Michelin kokkur, sá um sýnikennslu á nokkrum mismunandi réttum úr íslenskum þorski. Kristinn Björnsson frá Íslandsstofu fjallaði um íslenska þorskinn, veiðar og vinnslu, en kom einnig inn á mismunandi vinnsluaðferðir og afurðaflokka á spænska markaðnum. Astrid Heldadóttir frá aðalkjörræðisskrifstofunni í Barcelona hélt einnig stutt ávarp um Ísland við upphaf kynningarinnar.

Veiðar Íslendinga á þorski, ýsu og ufsa hljóta viðhaldsvottun skv. IRFM staðli
23 febrúar 2016

Veiðar Íslendinga á þorski, ýsu og ufsa hljóta viðhaldsvottun skv. IRFM staðli

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust SAI Global hefur lokið árlegri úttekt til viðhaldsvottunar á veiðum á Íslandsmiðum á þorski (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens). Vottunin er samkvæmt íslenska staðlinum um ábyrgar fiskveiðar (Icelandic Responsible Fisheries Management Specification).