Merkingar sjávarafurða: fyrir hverja og af hverju? Fundur 14. apríl
Nýlega kom út skýrsla um merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu, „Labelling Seafood – What a challange“. Það er fyrirtækið Marketing Seafood sem vann skýrsluna sem fjallar um ólíkar merkingar sem notaðar eru til að merkja neytendaumbúðir sjávafurða í Evrópu.
Fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 10:30-12:00 mun Marie Christine Monfort kynna skýrsluna á opnum fundi í fundarsal á veitingastaðnum Nauthól við Öskjuhlíð. Í kjölfar kynningar Marie Christine verða umræður og viljum við hvetja framleiðendur og söluaðila sjávarafurða að mæta á fundinn og taka virkan þátt í umræðunum. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn fyrir 12. apríl með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is. Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu hér.
Nánar um efni skýrslunnar og fundarins
Merki sem er að finna á umbúðum sjávarafurða geta verið fjölmörg. Þetta getur ruglað marga í ríminu, ekki aðeins neytendur heldur líka framleiðendur og innflytjendur sjávarafurða. Fyrir hverja eru þessar merkingar og fyrir hvaða standa þær? Markmiðið með skýrslunni, sem er fyrsta sinnar tegundar í Evrópu, er að leiða fólk í gegnum þennan frumskóg svo neytendur sem og starfsmenn fyrirtækja geti betur áttað sig á hvað þessi merki þýða og hvort þau hafi eitthvert notagildi í raun.
Fyrirtæki innan Iceland Responsible Fisheries (IRF) fá skýrsluna senda sér að kostnaðarlausu þar sem IRF og Íslandsstofa hafa keypt réttinn til að dreifa henni á IRF fyrirtækin.
Nánari upplýsingar um fundinn veitir Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is