Nýtt video um vottun fiskveiða

Nýtt video um vottun fiskveiða

7 nóvember 2016

Efnið eykur möguleikann á að auka þekkingu á vottun og ábyrgum veiðum Íslendinga meðal kaupenda og annarra hagsmunaaðila, en mikilvægt er að sem flestir skilji hvað felst í vottun ábyrgra fiskveiða.

Með því að gera svona efni og dreifa því með hnitmiðuðum hætti má ýta enn frekar undir áhuga og vilja til að kaupa íslenskar afurðir og tryggja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarafurða.

Myndskeiðið nýtist í allri virðiskeðju íslensks sjávarútvegs svo sem kaupendum erlendis, dreifingaraðilum og neytendum þar sem það er öllum aðgengilegt á vefnum, á YouTube og Facbook síðu IRF

AVS sjóðurinn styrkti framleiðslu á þessu efni. Handritið var unnið í samstarfi nokkurra aðila en þeir voru: Finnur Garðarsson og Hrefna Karlsdóttir hjá Ábyrgum fiskveiðum, Guðný Káradóttir og Sveinn Birkir Björnsson hjá Íslandsstofu og starfsmenn Playmo. Það var Playmo sá um samsetninguna.

Hér er tengill inn á YouTube þar sem skoða má fleiri video sem gerð hafa verið undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.