Gullkarfaveiðar hljóta viðhaldsvottun

Gullkarfaveiðar hljóta viðhaldsvottun

27 október 2016

Úttektarteymi á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust hefur lokið árlegri úttekt til viðhaldsvottunar á veiðum á gullkarfa (Sebastes norvegicus) innan íslensku lögsögunnar. Vottunin er samkvæmt nýútgefnum og endurskoðuðum staðli um ábyrgar fiskveiðar (Iceland Responsible Fisheries Management Standard, Vers. 2.0 (júlí, 2016)). 

Vottunarskýrslan samanstendur af skýrslu um viðhaldsvottun á gullkarfaveiðum en einnig úttekt á veiðunum gagnvart nýjum kröfum sem er að finna í endurskoðuðum IRFM staðli. Tilgangurinn með árlegri viðhaldsvottun er að vakta mögulegar breytingar sem gætu hafa átt sér stað við stjórn fiskveiða, á mati á stærð og ástandi fiskistofnanna og á öðrum umhverfisþáttum frá síðustu úttekt árið 2015.

IRFM staðallinn sem vottað er eftir byggir efnislega á samþykktum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og er ISO faggildur. Óháð mat vottunarstofunnar var unnið eftir ISO17065 faggiltu kerfi Global Trust/SAI Global og veitir trúverðuga vottun þriðja aðila á ábyrgri fiskveiðistjórnun.

Með úttektinni hafa veiðar á gullkarfa staðist árlega úttekt til viðhaldsvottunar og eru vottaðar skv. endurskoðuðum IRFM staðli 2.0. Vottunarskýrslan er aðgengileg hér.

Nánari upplýsingar um vottunina veita Finnur Garðarsson, finnur@irff.is, gsm 896 2400 og Hrefna Karlsdóttir, hrefna@irff.is, gsm 661 4555 hjá Ábyrgum fiskveiðum ses.