Nýtt myndband um rekjanleikavottun komið út

18 janúar 2017

Komið er út nýtt video sem útskýrir rekjanleikavottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries með myndrænum hætti. Áður hafði verið gefið út video um vottun á fiskveiðum

Markmiðið með þessu myndefni er að gera lifandi myndskeið sem útskýrir á áhugaverðan hátt, óháða vottun þriðja aðila á ábyrgum fiskveiðum Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries og skapa aukinn skilning á vottuninni og efla traust á íslenskum sjávarafurðum. Markmiðið er einnig að útskýra gildi rekjanleikavottunar og tækifæri til upplýsingamiðlunar til neytenda. 

Það var AVS sjóðurinn sem styrkti framleiðslu á þessu efni og Playmo sá um samsetninguna. Handritið var unnið í samstarfi nokkurra aðila en þeir voru: Finnur Garðarsson, Hrefna Karlsdóttir, Guðný Káradóttir, Sveinn Birkir Björnsson og starfsmenn Playmo. 

Myndböndin eru aðgengileg bæði á YouTube og Facbook síðu IRF. og allir geta nýtt sér efnið til að kynna ábyrgar fiskveiðar Íslendinga og vottun.