Á ferðasýningunni Fitur á Spáni var boðið var upp á sælkera smárétti (Tapas) úr íslenskum saltfiskafurðum en um var að ræða samstarf ferðaþjónustusviðs við matvælasvið Íslandsstofu sem vinnur með framleiðendum og útflyltjendum saltfiskafurða að kynningu í Suður Evrópu undir kjörorðinu "Taste and share the secret of Icelandic bacalao".
Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á ýsu og ufsa á Íslandsmiðum samkvæmt íslensku kröfulýsingunni um ábyrgar fiskveiðar.
Á kynningarfundi sem Íslandsstofa hélt um útflutning á sjávarafurðum kom m.a. fram að mikil aukning hefur orðið á útflutningi frá Íslandi inn á bandaríska markaðinn á síðustu tveimur árum.
Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 13. janúar kl. 9:00-10:30 í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2. Viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, Hlynur Guðjónsson fjallar um útflutning á íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna, efnahagshorfur á markaðnum og verkefnin framundan á kynningarfundi hjá Íslandsstofu.
Hægeldaður þorskur og steiktur humar, marineruð og fyllt agúrka, súrsætt dill-vinaigrette ásamt seljurótar- og eplasalati og skelfiskssósu. Verði ykkur að góðu!
Þann 11. desember sl. stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um upprunamerkingar þar sem Marie Christine Monfort hjá Marketing Seafood í Frakklandi fór yfir áhrif nýrrar reglugerðar ESB um merkingar á lagarafurðum og lagareldisafurðum.
Fimmtudaginn 11. desember nk. kl. 13.30-15.30 verður haldinn fundur um áhrif nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um merkingar á lagarafurðum og lagareldisafurðum (fishery and aquaculture products). Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík.
Markaðir til framtíðar var yfirskrift málstofu um markaðsmál á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var 20.-21. nóv. sl.
Dagana 5. og 6. nóvember fór fram kynning á íslenskum saltfiski í norðurhluta Portúgal en hún er liður í markaðsverkefni Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda undir kjörorðinu smakkaðu og deildu (með þér) leyndarmáli íslenska saltfisksins.
Einn vinsælasti matarbloggari Frakklands, Hervé Palmieri, kom hingað til lands í um miðjan október til að kynna sér íslenskan mat og matarmenningu.