Erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni
Sjávarútvegsráðstefnan var haldin dagana 20.-21. nóv. sl. Hana sóttu um 400 manns og var dagskráin óvenju fjölbreytt: nýsköpun, tækni, fiskveiðistjórnun, menntun og markaðsmál. Á málstofu um markaðsmál voru þrjú erindi:
- Fulltrúar FutureBrand fyrirtækisins fjölluðu um uppruna og áhrif hans á kauphegðun neytenda (Why origin matters)
- Guðný Káradóttir forstöðumaður Sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu fjallaði um stefnumörkun í markaðssamskiptum fyrir sjávarafurðir
- Rüdiger Buddruss frá Micarna í Sviss fjallaði um mörkun og stefnu smásalans í samskiptum við neytendur sjávarafurða