Kynningarfundur um upprunamerkingar
Hvaða áhrif hafa nýjar reglur ESB um upprunamerkingar á útflytjendur og kaupendur sjávar- og fiskeldisafurða?
Fimmtudaginn 11. desember nk. kl. 13.30-15.30 verður haldinn fundur um áhrif nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um merkingar á lagarafurðum og lagareldisafurðum (fishery and aquaculture products). Um er að ræða reglugerð ESB nr. 1379/2013 sem tekur gildi þann 13. des. nk. Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í Sigtúni.
Marie Christine Monfort hjá Marketing Seafood í Frakklandi, sem er sérhæfð í markaðsmálum sjávarafurða, mun halda kynningu og fjalla um:
- Hverjar eru þessar nýju reglur Evrópusambandsins og út á hvað ganga þær?
- Hver eru viðbrögð kaupenda erlendis við þessum nýju reglum? Skv. viðtölum við kaupendur í Frakklandi, Bretlandi, Spáni og Þýskalandi.
- Hvaða áhrif þessar nýju reglur Evrópusambandsins hafa á seljendur sjávarafurða?
Umræður verða í kjölfar fyrirlesturs Marie Christine. Þeir sem eru að framleiða og selja sjávarafurðir eru hvattir til að mæta á fundinn og taka virkan þátt í umræðum og deila sinni reynslu varðandi þessar nýju reglur ESB.
Marie Christine Monfort hefur meira en 20 ára reynslu af ráðgjöf í markaðssetningu sjávarafurða og fiskeldisafurða, greiningarvinnu og stefnumótun. Hún hefur m.a. unnið rannsóknir á kröfum um sjálfbærni og hefur unnið fjölda verkefna á alþjóðlegum vettvangi.
Á vef Matvælastofnunar má finna tengil á reglugerðina og eru á vef MAST einnig dregin fram helstu atriði sem breytast varðandi merkingar.
Nánari upplýsingar um fundinn veitir Björgvin Þór Björgvinsson,bjorgvin@islandsstofa.is og Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is í síma 511 4000.
Skráningarform er á vef Íslandsstofu, auk þess sem hægt er að hringja í síma 511 4000 og skrá sig á fundinn. Þátttaka er ókeypis.