Aukin tækifæri í útflutningi sjávarafurða til Bandaríkjanna?

8 janúar 2015

Viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, Hlynur Guðjónsson fjallar um útflutning á íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna, efnahagshorfur á markaðnum og verkefnin framundan á kynningarfundi hjá Íslandsstofu.  

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 13. janúar kl. 9:00-10:30 í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2.

Frá 2011 hefur útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna aukist nokkuð eftir stöðugan samdrátt frá aldamótunum þegar bandaríski markaðurinn var næstmikilvægasti markaðurinn á eftir þeim breska.  Árið 2013 var útflutningsverðmæti sjávar- og eldisafurða til Bandaríkjanna tæplega 18 milljarðar ISK og rúmlega 20 þúsund tonn og hefur ekki verið jafn mikill síðan árið 2005.  Bandaríkin eru til dæmis stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með 56% af útflutningi árið 2013 í laxi og 38% í bleikju.

Dagskrá:

  • Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi, Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York - Útflutningur sjávarafurða til Bandaríkjanna 2003-2013
  • Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri, Icelandair Cargo – Leiðarkerfi skapar tækifæri
  • Brynjar Viggósson, forstöðumaður - söludeild áætlunarflutninga, Eimskip - Aukin þjónusta við Norður Ameríku

Allir áhugasamir um útflutning sjávarafurða til Bandaríkjanna eru boðnir velkomnir á fundinn. Vinsamlega skráið mætingu á vef Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar veita:
Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is
Hlynur Guðjónsson, hlynur@mfa.is