Vottunin staðfestir að veiðunum er stjórnað á ábyrgan hátt í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar kröfur og ber vitni um framþróun í íslenskum fiskveiðum.
Mikilvægur áfangi í vottunarverkefni Iceland Responsible Fisheries. Veiðar á gullkarfa og þorski hafa þegar verið vottaðar eftir staðlinum og nýjar vottanir og árlegar viðhalds- og endurvottanir verða einnig samkvæmt hinum faggilta staðli.
Íslandsstofa skipulagði ferð viðskiptasendinefndar sjávarútvegsfyrirtækja til Sao Paulo 14.-17.október sl. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði viðskiptaþing sem haldið var og íslensku fyrirtækin kynntu starfsemi sína og afurðir.
Dagana 26.-29. september tók Íslandsstofa í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur þátt í fjölsóttri saltfiskhátíð í Somma Vesuviana á Ítalíu auk þess að kynna íslenskan saltfisk á einu fjölsóttasta torgi Napólíborgar.
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 22. sept kl. 15.-16.30 hjá Íslandsstofu Sundagörðum 2, 7. hæð. Allir áhugasamir um útflutning sjávarafurða til Brasilíu eru boðnir velkomnir á fundinn. Vinsamlegast skráið mætingu með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is, eða hringið í síma 511 4000.
Í lok september verða íslenskar saltfiskafurðir kynntar á Suður Ítalíu á fjölmennri matarhátíð í Somma Vesuviana og í miðborg Napolí.
Iceland Responsible Fisheries verður kynnt á bás G30 á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum 25.-27. sept. Áhersla er lögð á að kynna framleiðendum og seljendum sjávarafurða nýtt kynningarefni sem nýtist þeim í sölu- og markaðsstarfi, kynna vottun og almennt að ræða markaðsmál sjávarafurða erlendis.
Skýrsla Global Trust Certification fyrir gullkarfaveiðar er nú aðgengileg á vefnum.
Mikil tækifæri gefast við gildistöku fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína 1. júlí. Íslandsstofa skipulagði viðskiptasendinefnd matvælafyrirtækja til Kína til að kynna sér markaðsaðstæður og tækifæri sem hljótast af aukinni velmegun í Kína.
Miðvikudaginn 25. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Hótel Selfossi þar sem fjallað verður um norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) út frá margvíslegum sjónarhornum.