Fréttir

Fréttir

Þorskveiðar endurvottaðar undir merkjum Iceland Responsible Fisheries
28 október 2014

Þorskveiðar endurvottaðar undir merkjum Iceland Responsible Fisheries

Vottunin staðfestir að veiðunum er stjórnað á ábyrgan hátt í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar kröfur og ber vitni um framþróun í íslenskum fiskveiðum.

Kröfulýsingin um ábyrga fiskveiðistjórnun hefur fengið ISO faggildingu
21 október 2014

Kröfulýsingin um ábyrga fiskveiðistjórnun hefur fengið ISO faggildingu

Mikilvægur áfangi í vottunarverkefni Iceland Responsible Fisheries. Veiðar á gullkarfa og þorski hafa þegar verið vottaðar eftir staðlinum og nýjar vottanir og árlegar viðhalds- og endurvottanir verða einnig samkvæmt hinum faggilta staðli.

Brasilíuför til að kanna tækifæri í sölu sjávarafurða
20 október 2014

Brasilíuför til að kanna tækifæri í sölu sjávarafurða

Íslandsstofa skipulagði ferð viðskiptasendinefndar sjávarútvegsfyrirtækja til Sao Paulo 14.-17.október sl. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði viðskiptaþing sem haldið var og íslensku fyrirtækin kynntu starfsemi sína og afurðir.

Saltfiskur kynntur á Suður Ítalíu
4 október 2014

Saltfiskur kynntur á Suður Ítalíu

Dagana 26.-29. september tók Íslandsstofa í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur þátt í fjölsóttri saltfiskhátíð í Somma Vesuviana á Ítalíu auk þess að kynna íslenskan saltfisk á einu fjölsóttasta torgi Napólíborgar.

17 september 2014

Sjávarafurðir: tækifæri í Brasilíu

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 22. sept kl. 15.-16.30 hjá Íslandsstofu Sundagörðum 2, 7. hæð. Allir áhugasamir um útflutning sjávarafurða til Brasilíu eru boðnir velkomnir á fundinn. Vinsamlegast skráið mætingu með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is, eða hringið í síma 511 4000.

Saltfiskafurðir kynntar á Suður Ítalíu
29 ágúst 2014

Saltfiskafurðir kynntar á Suður Ítalíu

Í lok september verða íslenskar saltfiskafurðir kynntar á Suður Ítalíu á fjölmennri matarhátíð í Somma Vesuviana og í miðborg Napolí.

Þátttaka í IceFish 25.-27. september
12 ágúst 2014

Þátttaka í IceFish 25.-27. september

Iceland Responsible Fisheries verður kynnt á bás G30 á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum 25.-27. sept. Áhersla er lögð á að kynna framleiðendum og seljendum sjávarafurða nýtt kynningarefni sem nýtist þeim í sölu- og markaðsstarfi, kynna vottun og almennt að ræða markaðsmál sjávarafurða erlendis.

Vottunarskýrsla fyrir gullkarfa
15 júlí 2014

Vottunarskýrsla fyrir gullkarfa

Skýrsla Global Trust Certification fyrir gullkarfaveiðar er nú aðgengileg á vefnum.

1 júlí 2014

Viðskiptasendinefnd frá Íslandi gerði góða ferð til Kína

Mikil tækifæri gefast við gildistöku fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína 1. júlí. Íslandsstofa skipulagði viðskiptasendinefnd matvælafyrirtækja til Kína til að kynna sér markaðsaðstæður og tækifæri sem hljótast af aukinni velmegun í Kína.

16 júní 2014

Áhugaverð ráðstefna um norræna lífhagkerfið

Miðvikudaginn 25. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Hótel Selfossi þar sem fjallað verður um norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) út frá margvíslegum sjónarhornum.