Áhugaverð ráðstefna um norræna lífhagkerfið

16 júní 2014

Miðvikudaginn 25. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Hótel Selfossi þar sem fjallað verður um norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) út frá margvíslegum sjónarhornum. Aðalfyrirlesarinn er Dr. Andreas Hensel forseti BfR (Federal Institute for Risk Assessment).

Nordtic ráðstefnan er liður í NordBio áætlunni sem er eitt af forgangsverkefnum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, hafa sameinast um framkvæmd NordBio áætlunarinnar sem nær til þriggja ára. Fagleg umsjón ráðstefnunnar er hjá Matís. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir (sigrun@matis.is).

Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Ráðstefnugjald er 10.000 kr.  Linkur á skráningarformið er hér.