Viðhorfskönnun - sjávarafurðir og íslensk matvæli

Viðhorfskönnun - sjávarafurðir og íslensk matvæli

20 maí 2014
Skiptir upprunaland fisksins neytendur í Evrópu miklu máli? Hvaða upprunaland velja neytendur í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Danmörku? Hvað dettur fólki í þessum löndum fyrst í hug þegar það er spurt um Ísland? Þykir íslensk matarmenning áhugaverð?
 
Íslandsstofa býður áhugasömum á fund miðvikudaginn 28. maí kl. 15 í Sundagörðum 2, 7. hæð þar sem svör við þessum spurningum verða kynnt, en Íslandsstofa lét nýlega framkvæma viðhorfskönnun meðal almennings í fjórum löndum í Evrópu: Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Könnunin var þrískipt, í fyrsta lagi spurningar um Ísland sem áfangastað ferðamanna, í öðru lagi spurningar tengdar íslenskum vörum, þjónustu og vörumerkjum og í þriðja lagi spurningar um sjávarafurðir. 
 
Á fundinum verður fjallað um sjávarafurðir og viðhorf til upprunalands þeirra, viðhorf til íslenskrar matarmenningar og stuttlega farið yfir niðurstöður varðandi vitund um íslenskar vörur, þjónustu og vörumerki. 
 
Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á islandsstofa@islandsstofa.is eða hringja í síma 511 4000.
 
Nánari upplýsingar um fundinn veitir Áslaug Þ. Guðjónsdóttirverkefnastjóri á sviði sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu í síma 511 4000, aslaug@islandsstofa.is eða Guðný Káradóttirforstöðumaður sjávarútvegs og matvæla, gudny@islandsstofa.is.