Kynning í CSHM kokkaskólanum í Madrid er liður í markaðsverkefni til að auka vitund um Ísland sem upprunaland hágæðaafurða meðal neytenda og matreiðslumanna.
Endurvottun á ýsuveiðum var staðfest í janúar sl. og nú hefur skýrsla Global Trust, sem vottaði veiðarnar, verið sett á vefinn.
Kaupendur og seljendur á íslenskum sjávarafurðum og aðrir hagsmunaaðilar eru boðnir velkomnir til fundar við starfsfólk Ábyrgra fiskveiða ses og Íslandsstofu sem sjá um að kynna verkefnið Iceland Responsible Fisheries, íslenskan sjávarútveg, vottun og markaðsmál.
Hrefna Karlsdóttir hefur verið ráðin til Ábyrgra fiskveiða ses. Hún mun sjá um að móta og reka verkefni um vottun ábyrgra fiskveiða og kynna íslenskan sjávarútveg og fiskveiðistjórnun
Sjávarútvegsráðherra heimsækir sýninguna og er aðalræðumaður á fundi sem haldinn verður mánudaginn 16. mars kl. 15 á sýningarsvæðinu.
Forseti Íslands var gerður að heiðursfélaga í katalónska saltfiskfélaginu í heimsókn á Santa Caterina markaðinn og tóku íslenskir framleiðendur og útflytjendur þátt í dagskránni. Þorskafurðir vega þyngst í útflutningi sjávarafurða til Spánar sem var 22 milljarðar króna árið 2014.
Dagana 18.-19. febrúar verður haldin Íslandskynning í Barcelona til að efla viðskiptatengsl og auka áhuga á Íslandi og íslenskum afurðum. Sjávarafurðir eru langstærsti hluti vöruútflutnings Íslendinga til Spánar og saltaðar þorskafurðir verðmætasta afurðin.