Vottunarskýrsla fyrir ýsu komin á vefinn
Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global endurvottaði veiðar á ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens) á Íslandsmiðum samkvæmt íslensku kröfulýsingunni um ábyrgar fiskveiðar í janúar sl. Skýrsla nefndarinnar er nú aðgengileg öllum á vefnum.
Einnig er hægt að nálgast einblöðung með ýmsum gagnlegum upplýsingum um ýsuna á fjórum tungumálum: ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Sjá hér.