Sjávarútvegssýningin í Brussel 21. - 23. apríl

Sjávarútvegssýningin í Brussel 21. - 23. apríl

10 apríl 2015

Afurðasýningin Seafood Expo Global og tækjasýningin Seafood Processing Global verða haldnar dagana 21.-23. apríl 2015 í Brussel. Íslandsstofa skipuleggur íslenskan þjóðarbás á báðum sýningunum og tekur Iceland Responsible Fisheries (IRF) þátt í sýningunni og rúmlega 30 íslensk fyrirtæki, en sýningin er stærsta sýningin á þessu sviði í heiminum. IRF er á þjóðarbásnum í höll 6, bás nr. 834.

Kaupendur og seljendur á íslenskum sjávarafurðum og aðrir hagsmunaaðilar eru boðnir velkomnir til fundar við starfsfólk Ábyrgra fiskveiða ses og Íslandsstofu sem sjá um að kynna verkefnið Iceland Responsible Fisheries, íslenskan sjávarútveg, vottun og markaðsmál. Hægt er að óska eftir fundum með Finni Garðarssyni og Hrefnu Karlsdóttur hjá Ábyrgum fiskveiðum ses og Guðnýju Káradóttur, með því að senda póst á gudny@islandsstofa.is.

Rúmlega 30 íslenskir aðilar sýna í Brussel

Á afurðasýningunni í höll nr. 6 sýna 18 aðilar, þar af eru fimm með aðstöðu á bás Íslandsstofu: Íslandsbanki, Fjarðalax, Markó Partners, Matís og Icemark. Fyrirtækin sem eru með sinn bás á afurðasýningunni eru Ögurvík, Iceland Pelagic, Íslenska umboðssalan, Menja, Vinnslustöðin, Vísir, Tríton, Félag atvinnurekenda, Ican, Novofood, Iceland Responsible Fisheries, Golden Seafood og Íslandsstofa. 

Á tækjasýningunni í höll nr. 4 eru á þjóðarbásnum Valka, Samskip, Skaginn 3X, Optimar, Ocean Excellence, Traust, Wise, Hampiðjan, Borgarplast og Eimskip. Sjálfstæðir sýnendur eru HB Grandi, Icelandic Group, Iceland Seafood, Promens, Marel og Samherji.

Vinsamlegast hafið samband við Guðnýju Káradóttur, gudny@islandsstofa.is eða Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is, varðandi nánari upplýsingar um sýninguna og þátttöku Íslands, eða hringið í síma 511 4000.