Hrefna Karlsdóttir nýr liðsmaður Ábyrgra fiskveiða
Hrefna Karlsdóttir hefur verið ráðin til Ábyrgra fiskveiða ses. sem annast rekstur Iceland Responsible Fisheries vottunarverkefnisins. Hrefna mun sjá um að móta og reka verkefni um vottun ábyrgra fiskveiða og kynna íslenskan sjávarútveg og fiskveiðistjórnun.
Hrefna lauk doktorsgráðu í hagsögu frá Gautaborgarháskóla þar sem hún rannsakaði fiskveiðisamninga innan Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Hrefna starfaði hjá Hagstofu Íslands, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu við sjávarútvegsmál m.a. fiskveiðistjórnun innanlands og fiskveiðisamninga við erlend ríki en undanfarið eitt og hálft ár hefur hún starfað sem sérfræðingur á Veiðieftirlitssviði Fiskistofu.
Hrefna er gift Einari Hreinssyni forstöðumanni kennslusviðs Háskólans í Reykjavík og saman eiga þau tvo syni.