Sameiginlegir hagsmunir íslenskra útflytjenda sjávarafurða verða kynntir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries á Seafood Expo North America sýningunni auk þess sem tuttugu og eitt fyrirtæki kynna íslenskar sjávarafurðir, tækni og þjónustu á sýningunni.
Dagana 25.-27. janúar fór fram á Spáni ein virtasta matarráðstefna heims Madrid Fusion. Þar skipulagði Íslandsstofa kynningu á söltuðum þorskafurðum undir merkjum markaðsverkefnisins "Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins (Bacalao de Islandia)".
Tíu íslensk fyrirtæki í sölu sjávarafurða og eldisafurða tóku þátt í kaupstefnunni, auk tveggja fyrirtækja í flutningageiranum: Eðalfiskur, Icelandic Ný-fiskur, Icelandic Quality Seafood, Iceland Seafood International, Icemar, Iceland Westfjords Seafood, Menja, Northern Seafood, Skinney Þinganes og Sæmark, auk Eimskips og Icelandair Cargo.
Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt básinn á "Grüne Woche" í Berlín þar sem íslenskur fiskur er kynntur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries, og gæddi sér á pönnusteiktum íslenskum gullkarfa. Um er að ræða samstarf við Fisch-Informati onszentrum (FIZ) í Hamborg en sú stofnun vinnur að því að upplýsa þýska neytendur um hollustu sjávarafurða og stuðla að aukinni fiskneyslu í Þýskalandi.
Íslandsstofa skipuleggur kynningu á söltuðum þorskafurðum á viðburðinum undir merkjum markaðsverkefnisins 'Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins (Bacalao de Islandia)'. Viðburðinn sækja um 10.000 gestir, aðallega matreiðslumeistarar og aðrir fagaðilar í matarheiminum, til að kynna sér strauma, stefnur og nýjungar í veitingageiranum. Haldnir eru fyrirlestrar um ýmis málefni tengd mat og matreiðslu og á sýningarvæði kynna aðilar frá mörgum löndum vörur, þjónustu og matarmenningu landa sinna.
Iceland Responsible Fisheries mun taka þátt í Grüne Woche sýningunni þar sem gullkarfinn og vottun hans verður kynnt sérstaklega. Um er að ræða samstarf við Fish Information Centre í Hamborg (FIZ) sem vinnur að því að upplýsa þýska neytendur um hollustu sjávarafurða og stuðla að aukinni fiskneyslu í Þýskalandi.
Fjölmiðlafólki var boðið til veglegrar saltfiskveislu og kynningar á íslensku gæðahráefn en það var Lorenzo Alessio, margverðlaunaður kokkur og meðlimur í ítalska kokkalandsliðinu (Nazionale Italiana Cuochi), sem galdraði fram sjö saltfiskrétti úr hágæða íslensku hráefni. Lorenzo þessi er Íslandsvinur en hann sótti Ísland heim árið 2014 og fór meðal annars á Patreksfjörð til þess að kynna sér veiðar og vinnsluaðferðir á íslenskum saltfiski.
"Dagur hins íslenska saltfisk" var haldinn í virtum hótel- og veitingaskóla í Lissabon þann 20. nóv. sl. Ungum matreiðslunemum gafst tækifæri á að elda úr gæðahráefni og var íslenskur fiskur á boðstólum í veitingastað skólans.
Þann 18. nóvember sl. var haldinn fundur um tækifæri Íslands í sölu sjávarafurða á Frakklandsmarkaði með áherslu á að ná inn á verðmætari hluta markaðarins. Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir ferskar þorskafurðir.
Miðvikudaginn 18. nóvember sl. stóðu Iceland Responsible Fisheries og Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um stöðu íslenskra sjávarafurða á Frakklandsmarkaði.