Sjávarútvegssýning í Boston 6.-8. mars
Íslenskar sjávarafurðir, tæknilausnir og þjónusta
Seafood Expo North America og Seafood Processing North America fara fram dagana 6.- 8. mars 2016. Þetta eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Norður Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár. Gestir eru um 20.000 frá um 100 löndum.
Sameiginlegir hagsmunir íslenskra útflytjenda sjávarafurða verða kynntir á Seafood Expo North America sýningunni undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF) auk þess sem einstök fyrirtæki kynna afurðir sínar, búnað og tæknilausnir og þjónustu við sjávarútveg á þjóðarbás sem Íslandsstofa setur upp.
Á Seafood Expo (afurðasýningunni) er IRF á bás nr. 2555 auk þess sem átta fyrirtæki sem selja íslenskan fisk eða þjónusta íslenskan sjávarútveg munu kynna sig í samstarfi við aðalræðisskrifstofuna í New York: HB Grandi, Skinney Þinganes, Iceland Seafood, Fishland Seafood, Novo Food, Menja, Ice-Co og Matís. Sjá nánar um fyrirtækin hér.
Íslandsstofa hefur einnig umsjón með þátttöku tólf fyrirtækja á Seafood Processing North America, á þjóðarbás nr. 2065. Þetta eru fyrirtæki sem selja tæki og búnað fyrir sjávarútveg: Skaginn, Valka, Martak, Optimar, Héðinn, Borgarplast, Frost, Wise, Navís, Trackwell, Eimskip, og Iceland Fish and Ships.
Nánari upplýsingar hjá Íslandsstofu um skipulagningu og þátttöku íslenskra aðila á sýningunni veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is og um IRF og tengd málefni, Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, sími 511 4000.