Þátttaka í Madrid Fusion 25.-27. janúar nk.

Þátttaka í Madrid Fusion 25.-27. janúar nk.

18 janúar 2016

Dagana 25.-27. janúar er haldinn einn virtasti matarviðburður heims, Madrid Fusion. Íslandsstofa skipuleggur kynningu á söltuðum þorskafurðum á viðburðinum undir merkjum markaðsverkefnisins "Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins (Bacalao de Islandia)". Viðburðinn sækja um 10.000 gestir, aðallega matreiðslumeistarar og aðrir fagaðilar í matarheiminum, til að kynna sér strauma, stefnur og nýjungar í veitingageiranum. Haldnir eru fyrirlestrar um ýmis málefni tengd mat og matreiðslu og á sýningarvæði kynna aðilar frá mörgum löndum vörur, þjónustu og matarmenningu landa sinna.

"Show cooking" mánudag 25. janúar kl. 14:15

Saltaðar þorskafurðir frá Íslandi verða í sviðsljósinu á Madrid Fusion mánudaginn 25. janúar kl. 14:15-14:45 þegar tveir spænskir Michelin kokkar munu elda á sviði og nota gæðahráefni frá Íslandi í eldamennskuna. Kokkarnir eru Sergi Arola og Eneko Atxa. Sýnd verða video frá Íslandi og kynnir segir frá leyndarmálum tengd framleiðslu og eldamennsku á íslenska fiskinum. Í kjölfarið verður smakk á básnum mánudag kl. 15-17 en einnig á þriðjudeginum 26. janúar kl. 12-15. Viðburðinum verður gerð skil á Twitter og Facebook þar sem einnig verður í gangi leikur og vinningar eru gjafabréf á veitingastaði Sergi Arola og Eneko Atxa. 

Á sýningarsvæðinu verður íslenska markaðsverkefnið með bás nr. 12 þar sem gestum gefst tækifæri til að smakka rétti eldaða úr gæðahráefni frá Íslandi og taka þátt í getraunarleik þar sem í vinning er ferð til Íslands.

Saðsetning: Palacio Municipal de Congresos, Avenida Capital de España, Madrid. Dagskrá Madrid Fusion má nálgast hér.

Nánari upplýsingar um þátttöku Íslands veita Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is og Áslaug Þ. Guðjónsdóttir, aslaug@islandsstofa.is, í síma 511 4000.