Sjávarútvegssýningin í Boston 15.-17. mars
Sameiginlegir hagsmunir íslenskra framleiðenda sjávarafurða verða kynntir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries á bás nr. 2557 á Seafood Expo North America í Boston dagana 15.-17. mars nk. Á sama bás kynna sjö fyrirtæki afurðir sínar í samstarfi við viðskiptafulltrúann í New York undir merkjum "Fresh or Frozen Fresh - Sourcing from Iceland". Þetta eru Menja, HB Grandi, Iceland Seafood, Novo Food, Icelandic-Nýfiskur, IceMar og Arctic Salmon (Fjarðalax). Matís er einnig með aðstöðu á bás nr. 2557. Þá kynna Optimar, Valka, Héðinn og Eimskip þjónustu sína á Seafood Processing North America í samstarfi við Íslandsstofu, auk þess sem Marel, Promens, ORA Iceland's finest seafood og Íslenska umboðssalan taka þátt í sýningunni.
Seafood Expo North America og Seafood Processing North America eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Norður Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár. Gestir eru u.þ.b. 20.000 frá um 100 löndum.
Kynningarfundur með þátttöku sjávarútvegsráðherra
Mánudaginn 16. mars kl. 15-16.30 verður haldinn kynningarfundur á sýningarsvæðinu, fundarherbergi númer 253A, undir yfirskriftinni "Quality and responsibility all the way to market - Would you like to learn the secret?". Á fundinn er boðið kaupendum sjávarafurða frá Íslandi og þeim sem hafa áhuga á að kynna sér framboð Íslendinga á gæðaframleiðslu sjávarafurða í Norður-Ameríku.
Sjávarútvegsráðherra verður aðalræðumaður fundarins og mun fjalla um fiskveiðistjórnun Íslendinga og fleiri tengd málefni. Dagskrá fundarins er þannig:
- Conservation and sustainable use of Icelandic fisheries
- Minister of Fisheries and Agriculture, Mr. Sigurdur Ingi Johannsson
- Sourcing from Iceland - supplying the market in North America with quality fish
- Kolbeinn Árnason, CEO of Fisheries Iceland
- The Icelandic RFM certification programme
- Gudny Karadottir, Marketing Manager of IRF
- The secret of a delicious fish meal
- Chef Viktor Örn Andresson, Member of the Icelandic Culinary Team
- Advanced technology solutions and traceability - Case studies
- Marel - Stella Bjorg Kristinsdottir, Marketing Manager, Fish Industry
- Valka - Agust Sigurdsson, Marketing Manager
- Transportation from Iceland to North America
- Icelandair Cargo - Gunnar Már Sigurfinnsson, Managing Director
- Eimskip - Matthias Matthiasson, Vice President, Transportation Services
Fundarstjóri er Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Washington.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is.