Vottun og kynningarmál rædd á fundi Ábyrgra fiskveiða

Vottun og kynningarmál rædd á fundi Ábyrgra fiskveiða

22 nóvember 2018

Tilgangur fundarins var að halda þátttakendum vel upplýstum um starfið í vottuninni og kynningarmálum og eiga samtal við fyrirtækin um áherslur í starfinu. Friðrik Friðriksson, nýr formaður ÁF sagði í stuttu máli frá verkefninu Ábyrgar fiskveiðar, Finnur Garðarsson, starfsmaður ÁF kom inn á stöðuna í vottunarmálum undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Þá sagði Sigrid Merino, sem hefur verið í tímabundnu verkefni hjá Íslandsstofu, frá úttekt á því hvernig umhverfisverndarsamtök upplýsa um sjálfbærni fiskveiða, helstu áhrifavalda og hvernig og hvort upplýsingum um íslenskan fisk er haldið á lofti af þessum aðilum. Guðný Káradóttir frá Íslandsstofu kynnti nýja heimasíðu IRF og sagði frá því helsta varðandi markaðsmál IRF.