Þátttaka í IceFish 25.-27. september
Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Kópavogi dagana 25. til 27. september 2014 í ellefta sinn, auk þess sem sjávarútvegsverðlaununum verður úthlutað samhliða sýningunni. Iceland Responsible Fisheries verður kynnt á bás Íslandsstofu, G30. Áhersla er á að kynna framleiðendum og seljendum sjávarafurða nýtt kynningarefni sem nýtist þeim í sölu- og markaðsstarfi, kynna vottun og almennt að ræða markaðsmál sjávarafurða erlendis.
Sýningunni er ætlað að ná til allra hliða í sjávarútvegi og fiskvinnslu, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og umbúða, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða. Árið 2011 komu 13.500 gestir frá 52 löndum á sýninguna og jókst aðsóknin um 9% miðað við sýninguna 2008.
Nánari upplýsingar um veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, sími 511 4000.