Fréttir og útgáfa

Rss

Fréttir

23.5.2018

"Bragðaðu Ísland" - kynningarsamstarf í Baskalandi

Íslenskur þorskur hefur löngum verið mikils metinn í Baskalandi á Spáni. Nýlega átti Bacalao de Islandia í samstarfi við veitingastaði á svæðinu sem buðu uppá fjölbreytta saltfiskrétti úr gæðahráefni frá Íslandi.

More
17.5.2018

Gómsætur fiskur frá Íslandi í matvælaskóla á Ítalíu

Dagana 14.-16. maí var íslenskur saltfiskur kynntur í matvælaháskólanum Universitá degli Studi di Scienze Gastronomivhe í Pollenzo á Ítalíu. Sveinn Kjartansson yfirmatreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu, fékk boð um að koma og elda með kennurum og nemendum skólans á svokölluðu „Academic Table“ dögum. Sveinn eldaði íslenskan saltfisk (þorsk) og sagði frá leyndarmálinu á bak við gæði íslenska fisksins.

More
20.4.2018

Viðhaldsvottun staðfest fyrir ýsu og ufsa

Úttektarteymi á vegum vottunarstofunnar Global Trust Certification Ltd. tók út veiðarnar eftir fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða ses. Úttektin felur m.a. í sér heimsókn til opinberra aðila og fyrirtækja er tengjast sjávarútvegi og ber saman við stöðu veiðanna frá fyrra ári. Úttektarskýrslurnar eru aðgengilegar á vefnum og gera þær ítarlega grein fyrir kröfum til vottunar og mati úttektarnefndarinnar.

More
16.4.2018

Kynning á íslenskum þorski á Spáni heldur áfram af krafti

Níu veitingastaðir í Bilbao munu bjóða upp á íslenskan þorsk á matseðli sínum í tvær vikur, frá 24. apríl til 6. maí nk. Markmiðið er að treysta tengslin við staðina og kokkana og leggja áherslu á gæði og íslenskan uppruna. Þá verða þrír kokkaskólar í Bilbao og nágrenni heimsóttir og fá nemendur kynningu á leyndarmálinu á bak við gæði íslenska fisksins.

More
23.2.2018

Kokkar frá Barcelona kunna að meta íslenska fiskinn

Komu til Íslands til að kynnast veiðum, vinnslu og leyndarmálinu að baki gæðum íslenska fisksins. Kokkarnir taka líka þátt í saltfiskhátíð sem Tapas Barinn stendur fyrir 21. - 28. febrúar.

More
Fyrri Næsta