Mikið var um að vera á Íslandsdögum (Islandtage) sem haldnir voru á hafnarsvæðinu í Bremerhaven, Þýskalandi dagana 29. ágúst til 2. september.
Búist er við allt að 40 þúsund manns á Íslandsdaga í Bremerhaven sem haldnir verða 29. ágúst til 2. september. Íslandsstofa sér um að skipuleggja viðburði sem eru hluti af viðamikilli dagskrá sem borgaryfirvöld og fyrirtæki í viðskiptum við Ísland standa fyrir.
Íslenskur þorskur hefur löngum verið mikils metinn í Baskalandi á Spáni. Nýlega átti Bacalao de Islandia í samstarfi við veitingastaði á svæðinu sem buðu uppá fjölbreytta saltfiskrétti úr gæðahráefni frá Íslandi.
Dagana 14.-16. maí var íslenskur saltfiskur kynntur í matvælaháskólanum Universitá degli Studi di Scienze Gastronomivhe í Pollenzo á Ítalíu.
Íslendingar tóku þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í 26. sinn dagana 24.-26. apríl sl. Ísland er því ein þeirra þjóða sem hefur verið með frá því sýningin var sett á laggirnar en það er Íslandsstofa sem skipuleggur þátttöku fyrirtækja á þjóðarbásum á tæknihluta og afurðahluta sýningarinnar. Fjölmenni heimsótti sýninguna og margir sem komu til fundar við fulltrúa Íslandsstofu og Iceland Responsible Fisheries.
Úttektarteymi á vegum vottunarstofunnar Global Trust Certification Ltd. tók út veiðarnar eftir fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða ses. Úttektin felur m.a. í sér heimsókn til opinberra aðila og fyrirtækja er tengjast sjávarútvegi og ber saman við stöðu veiðanna frá fyrra ári. Úttektarskýrslurnar eru aðgengilegar á vefnum og gera þær ítarlega grein fyrir kröfum til vottunar og mati úttektarnefndarinnar.
Níu veitingastaðir í Bilbao munu bjóða upp á íslenskan þorsk á matseðli sínum í tvær vikur, frá 24. apríl til 6. maí nk. Markmiðið er að treysta tengslin við staðina og kokkana og leggja áherslu á gæði og íslenskan uppruna. Þá verða þrír kokkaskólar í Bilbao og nágrenni heimsóttir og fá nemendur kynningu á leyndarmálinu á bak við gæði íslenska fisksins.
Komu til Íslands til að kynnast veiðum, vinnslu og leyndarmálinu að baki gæðum íslenska fisksins. Kokkarnir taka líka þátt í saltfiskhátíð sem Tapas Barinn stendur fyrir 21. - 28. febrúar.
GSSI er alþjóðlegur samvinnuvettvangur um vottunarmál. Fyrirtæki sem eru félagar í GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni sem standast GSSI úttekt, þegar kemur að innkaupum á sjávarafurðum.
Þann 24. janúar sl. skipulagði Íslandsstofa kynningarfund fyrir hönd Ábyrgra fiskveiða ses í samstarfi við sendiráðið í París. Á fundinn var boðið dreifingaraðilum og kaupendum á sjávarafurðum og á dagskránni var kynning á fiskveiðistjórnun Íslendinga, fiskirannsóknir og vottun fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.