Fréttir

Fréttir

Ítalskir kokkanemar kunnu að meta íslenska þorskinn
2 nóvember 2018

Ítalskir kokkanemar kunnu að meta íslenska þorskinn

Í lok október fór fram kynning á íslenskum þorski og matreiðslu hans í matreiðsluskólanum IPSEOA Vincenzo Gioberti í Róm. Þetta er fjórtándi skólinn í Suður Evrópu sem fær slíka kynningu.

Íslenski fiskurinn í aðalhlutverki á Íslandsdögum í Bremerhaven
7 september 2018

Íslenski fiskurinn í aðalhlutverki á Íslandsdögum í Bremerhaven

Mikið var um að vera á Íslandsdögum (Islandtage) sem haldnir voru á hafnarsvæðinu í Bremerhaven, Þýskalandi dagana 29. ágúst til 2. september.

Íslandsdagar í Bremerhaven
27 ágúst 2018

Íslandsdagar í Bremerhaven

Búist er við allt að 40 þúsund manns á Íslandsdaga í Bremerhaven sem haldnir verða 29. ágúst til 2. september. Íslandsstofa sér um að skipuleggja viðburði sem eru hluti af viðamikilli dagskrá sem borgaryfirvöld og fyrirtæki í viðskiptum við Ísland standa fyrir.

"Bragðaðu Ísland" - kynningarsamstarf í Baskalandi
23 maí 2018

"Bragðaðu Ísland" - kynningarsamstarf í Baskalandi

Íslenskur þorskur hefur löngum verið mikils metinn í Baskalandi á Spáni. Nýlega átti Bacalao de Islandia í samstarfi við veitingastaði á svæðinu sem buðu uppá fjölbreytta saltfiskrétti úr gæðahráefni frá Íslandi.

Gómsætur fiskur frá Íslandi í matvælaskóla á Ítalíu
23 maí 2018

Gómsætur fiskur frá Íslandi í matvælaskóla á Ítalíu

Dagana 14.-16. maí var íslenskur saltfiskur kynntur í matvælaháskólanum Universitá degli Studi di Scienze Gastronomivhe í Pollenzo á Ítalíu.

Brussel sýningin fjölmenn í ár
3 maí 2018

Brussel sýningin fjölmenn í ár

Íslendingar tóku þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í 26. sinn dagana 24.-26. apríl sl. Ísland er því ein þeirra þjóða sem hefur verið með frá því sýningin var sett á laggirnar en það er Íslandsstofa sem skipuleggur þátttöku fyrirtækja á þjóðarbásum á tæknihluta og afurðahluta sýningarinnar. Fjölmenni heimsótti sýninguna og margir sem komu til fundar við fulltrúa Íslandsstofu og Iceland Responsible Fisheries.

Viðhaldsvottun staðfest fyrir ýsu og ufsa
20 apríl 2018

Viðhaldsvottun staðfest fyrir ýsu og ufsa

Úttektarteymi á vegum vottunarstofunnar Global Trust Certification Ltd. tók út veiðarnar eftir fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða ses. Úttektin felur m.a. í sér heimsókn til opinberra aðila og fyrirtækja er tengjast sjávarútvegi og ber saman við stöðu veiðanna frá fyrra ári. Úttektarskýrslurnar eru aðgengilegar á vefnum og gera þær ítarlega grein fyrir kröfum til vottunar og mati úttektarnefndarinnar.

Kynning á íslenskum þorski á Spáni heldur áfram af krafti
16 apríl 2018

Kynning á íslenskum þorski á Spáni heldur áfram af krafti

Níu veitingastaðir í Bilbao munu bjóða upp á íslenskan þorsk á matseðli sínum í tvær vikur, frá 24. apríl til 6. maí nk. Markmiðið er að treysta tengslin við staðina og kokkana og leggja áherslu á gæði og íslenskan uppruna. Þá verða þrír kokkaskólar í Bilbao og nágrenni heimsóttir og fá nemendur kynningu á leyndarmálinu á bak við gæði íslenska fisksins.

Kokkar frá Barcelona kunna að meta íslenska fiskinn
23 febrúar 2018

Kokkar frá Barcelona kunna að meta íslenska fiskinn

Komu til Íslands til að kynnast veiðum, vinnslu og leyndarmálinu að baki gæðum íslenska fisksins. Kokkarnir taka líka þátt í saltfiskhátíð sem Tapas Barinn stendur fyrir 21. - 28. febrúar.

Vaxandi stuðningur við GSSI
23 febrúar 2018

Vaxandi stuðningur við GSSI

GSSI er alþjóðlegur samvinnuvettvangur um vottunarmál. Fyrirtæki sem eru félagar í GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni sem standast GSSI úttekt, þegar kemur að innkaupum á sjávarafurðum.