Ábyrgar fiskveiðar sjá um utanumhald vottunarskírteina eftir nýjum alþjóðlegum staðli

Ábyrgar fiskveiðar sjá um utanumhald vottunarskírteina eftir nýjum alþjóðlegum staðli

19 nóvember 2021

Um staðalinn

Kaupendur sjávarafurða gera kröfur um að tryggt sé að útgerðir fiskiskipa sem veiða og framleiða sjávarafurðir sjái til þess að öryggi og góður aðbúnaður sjómanna um borð skipa sinna séu mannsæmandi og viðeigandi. Helstu útgerðarfyrirtæki víða um heim hófu vinnu við að þróa staðal til að uppfylla þessar kröfur undir kjörorðunum sanngirni (Fairness), heilindi (Integrity), öryggi (Safety) og heilbeigði (Health) – Staðall fyrir áhafnir. Staðallinn tekur mið af alþjóðlegum og viðurkenndum samþykktum um gott verklag er sýnir þjóðfélagslega ábyrgð og snýr að aðbúnaði áhafna um borð fiskiskipum. FISH (Fairness, Integrity, Safety and Health) Standard for Crew

Markmið

Að skapa valkvæðan staðal með kröfum sem unnt er votta eftir og snertir sjómenn á fiskiskipum og tekur mið af alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum, lögum, reglugerðum og góðu verklagi. Staðllinn býður upp á skýr og mælanleg mörk sem henta til úttektar og notkunar af óháðum vottunarstofum sem þriðja aðila. Umsókn um úttekt eftir staðlinum gerir stífar kröfur til umsækjandans og mun staðfesta að útgerðir sem hljóta vottun standast ítrustu kröfur sem lúta að virðingu fyrir góðu og sanngjörnu vinnuumhverfi sem snertir áhafnir um borð í fiskiskipum.

FISH staðallinn byggir að stórum hluta á alþjóðlega viðurkenndu vönduðu verklagi sem sett er fram í Fiskimannasamþykkt ILO frá árinu 2007 ásamt tengdum leiðbeiningum.

Helstu efnisatriði:

  • Kröfur til vinnu um borð (t.d., lágmarksaldur, læknisskoðun, mönnun og vinnutími);
  • gerðir séu ráðningarsamningar (t.d., lögskráning sé í lagi, sjómenn fái greitt kaupið o.s.frv.);
  • vistarverur og fæði sé í lagi;
  • aðgengi að læknishjálp og tryggingavernd;
  • öryggis- og slysavarnir.

Umsjón og utanumhald á vegum Ábyrgra fiskveiða ses.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Landsamband smábátaeigenda (LS) hafa samþykkt að Ábyrgar fiskveiðar hafi umsjón með og sjái um utanumhald vegna vottunarinnar. Haldi jafnframt utanum skírteini fyrir hönd meðlima ofangreindra samtaka og sjái um samskipti við útgerðir og vottunaraðila.

Markmiðið FISH vottunar er að tryggja aðgengi fyrir íslenskar sjávarafurðir að mörkuðum með sem minnstum tilkostnaði og vinna gegn hvers kyns einokun eða verulegum aðgangshindrunum.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stunda fiskveiðar í sterku laga- og eftirlitsumhverfi sem verndar og styður við vinnuumhverfi áhafna á fiskiskipum.

Framundan er vinna við að prufukeyra staðalinn með forúttektum (Pilot audit) á tilteknum fjölda fiskiskipa af mismunandi stærð og útgerðaflokkum í samvinnu við útgerðafyrirtæki. Síðar á næsta ári er stefnt að því að fá heildarvottun eftir staðlinum á fiskveiðiflota hjá útgerðum innan vébanda SFS og LS.

Frekari upplýsingar veita Sigrid Merino, sigrid@irff.is og Friðrik Friðriksson, fridrik@brim.is