Fréttir

Fréttir

Kynning á íslenskum þorski á Spáni heldur áfram af krafti
16 apríl 2018

Kynning á íslenskum þorski á Spáni heldur áfram af krafti

Níu veitingastaðir í Bilbao munu bjóða upp á íslenskan þorsk á matseðli sínum í tvær vikur, frá 24. apríl til 6. maí nk. Markmiðið er að treysta tengslin við staðina og kokkana og leggja áherslu á gæði og íslenskan uppruna. Þá verða þrír kokkaskólar í Bilbao og nágrenni heimsóttir og fá nemendur kynningu á leyndarmálinu á bak við gæði íslenska fisksins.

Kokkar frá Barcelona kunna að meta íslenska fiskinn
23 febrúar 2018

Kokkar frá Barcelona kunna að meta íslenska fiskinn

Komu til Íslands til að kynnast veiðum, vinnslu og leyndarmálinu að baki gæðum íslenska fisksins. Kokkarnir taka líka þátt í saltfiskhátíð sem Tapas Barinn stendur fyrir 21. - 28. febrúar.

Vaxandi stuðningur við GSSI
23 febrúar 2018

Vaxandi stuðningur við GSSI

GSSI er alþjóðlegur samvinnuvettvangur um vottunarmál. Fyrirtæki sem eru félagar í GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni sem standast GSSI úttekt, þegar kemur að innkaupum á sjávarafurðum.

Kynningarfundur í París
1 febrúar 2018

Kynningarfundur í París

Þann 24. janúar sl. skipulagði Íslandsstofa kynningarfund fyrir hönd Ábyrgra fiskveiða ses í samstarfi við sendiráðið í París. Á fundinn var boðið dreifingaraðilum og kaupendum á sjávarafurðum og á dagskránni var kynning á fiskveiðistjórnun Íslendinga, fiskirannsóknir og vottun fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.

Samningur við Kokkalandsliðið endurnýjaður
24 janúar 2018

Samningur við Kokkalandsliðið endurnýjaður

Ábyrgar fiskveiðar og Íslandsstofa endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn við Kokkalandsliðið og verða áfram bakhjarlar liðsins. Íslenskir matreiðslumenn og meðlimir í Kokkalandsliðinu hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum við að kynna íslenskar sjávarafurðir, bæði á viðburðum erlendis og hér á landi.

Þorskur og gullkarfi í mjög góðu ástandi
3 janúar 2018

Þorskur og gullkarfi í mjög góðu ástandi

Hafrannsóknarstofnun hefur kynnt niðurstöðu rannsókna á stofnstærð botnfiska (Haustrallið) og eru þær mjög jákvæðar. Upplýsingarnar eru síðan notaðar til þess að veita stjórnvöldum fiskveiðiráðgjöf, næst í júní 2018.

14 desember 2017

Þrjár fisktegundir fara í fullnaðarvottun

Langa, keila og íslensk sumargotssíld eru nú komin í feril fullnaðarvottunar undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Óháður þriðji aðili, Global Trust Certification, ráðlagði fullnaðarvottun í framhalda af forvottun sem fyrirtækið framkvæmdi.

Vottorð um rekjanleika nauðsynleg í útflutningi á þorski til Bandaríkjanna
14 desember 2017

Vottorð um rekjanleika nauðsynleg í útflutningi á þorski til Bandaríkjanna

Nýjar reglur um rekjanleika tiltekinna sjávarafurða sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna taka gildi um áramót. Gilda þær m.a. um þorsk úr Atlantshafi. Útflytjendur eru hvattir til að kynna sér þessar reglur.

"Hættur leynast í vottuninni" segir Kristján Þórarinsson
14 desember 2017

"Hættur leynast í vottuninni" segir Kristján Þórarinsson

Í Fiskifréttum 14. des. er viðtal við Kristján Þórarinsson stofnvistfræðing hjá SFS. Kristján hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi í vottunarmálum, m.a. mótun leiðbeininga Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameiðuðu þjóðanna (FAO) um umhverismerkingar. Hann vann einnig ötullega að þróun á stöðlum Iceland Responsible Fisheries. Við grípur hér niður í viðtalið við Kristján.

Íslenskur þorskur á sviðinu í Basque Culinary Center
7 desember 2017

Íslenskur þorskur á sviðinu í Basque Culinary Center

Nýverið skipulagði Íslandsstofa kynningar í tveimur kokkaskólum á Spáni undir merkjum Bacalao de Islandia, markaðssamstarfi fyrir íslenskar þorskafurðir.