Vottorð um rekjanleika nauðsynleg í útflutningi á þorski til Bandaríkjanna

Vottorð um rekjanleika nauðsynleg í útflutningi á þorski til Bandaríkjanna

14 desember 2017

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt upplýsingar um nýjar reglur bandarískra yfirvalda um rekjanleika sjávarafurða sem taka gildi um næstu áramót. Þá verður gerð krafa um rekjanleikavottorð tiltekinna sjávarafurða m.a. þorsks. Þetta hefur áhrif á íslenska útflytjendur og eru þeir hvattir til að kynna sér þessar reglur. Einnig að hafa samband við innflutningsaðila í Bandaríkjunum til að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar fylgi sendingum sjávarafurða frá Íslandi.

Innflytjendur sjávarafurða í Bandaríkjunum verða krafnir um gögn sem tryggja eiga að rekja megi afurðir sem undir reglurnar alla virðiskeðjuna, til baka til veiðiskips. Reglur Bandaríkjanna fela ekki í sér sérstakar kröfur á stjórnvöld viðkomandi ríkja, en engu að síður verður á vef Fiskistofu  hægt að sækja um sérstakt rekjanleikavottorð fyrir Bandaríkjamarkað sem rekja afurðir til löndunar veiðiskips.

Í viðbót við ofangreint rekjanleikavottorð Fiskistofu  þurfa útflytjendur/innflytjendur að geta rakið afurðir sem í farminum eru til frameiðenda.

Sjá nánar á vef bandaríska yfirvalda. 

Sjá upplýsingar um rekjanleikavottun undir merkjum IRF og video um rekjanleikavottun.