Viðhorf til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni: áhrif á kauphegðun
Iceland Responsible Fisheries boðar til fundar um markaðskröfur í kaupum á sjávarafurðum miðvikudaginn 6. júní kl. 15. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Krafa kaupenda á sjávararafurða um sjálfbæra nýtingu fiskistofna er orðin útbreiddari en áður. Seljendur sjávarafurða þurfa að þekkja og taka mið af þessum kröfum í markaðsstarfi sínu.
Ingrid Kvalvik og Bjørg H. Nøstvold munu kynna tvær nýlegar rannsóknir á viðhorfum kaupenda til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni og áhrif þeirra á kauphegðun. Annars vegar er könnun á viðhorfi stórra kaupenda á franska markaðinum og hins vegar á afstöðu neytenda í Frakklandi og Bretlandi til sjálfbærni og innkaupavenja. Rannsóknirnar voru framkvæmdar af norska rannsóknarfyrirtækinu NOFIMA sem sérhæfir sig í hagnýtum rannsóknum í sjávarútvegi, fiskeldi og matvælaiðnaði.
Rannsóknirnar fólust m.a. í að svara spurningum eins og: Hvaða skilning leggja stórir kaupendur í hugtakið sjálfbærni? Endurspeglast krafan um sjálfbærni í innkaupastefnu fyrirtækja? Hvaða skilning leggja neytendur í hugtakið sjálfbærni? Hefur afstaða þeirra til umhverfismála áhrif á kauphegðun þeirra? Skipta upprunamerki og auðkenni vottunar þá máli?
Enginn aðgangseyrir er á fundinn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 5. júní með því að senda tölvupóst á islandsstofa@islandsstofa.is eða hringja í síma 511 4000. Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is.