Viðhaldsvottun fyrir gullkarfa lokið

Viðhaldsvottun fyrir gullkarfa lokið

31 október 2017

Árleg viðhaldsvottun gullkarfaveiða Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries var staðfest í október sl. Úttektarteymi á vegum vottunarstofunnar Global Trust Certification Ltd. tók út veiðarnar eftir fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða ses. Úttektin felur m.a. í sér heimsókn til opinberra aðila og fyrirtækja er tengjast  sjávarútvegi og ber saman við stöðu veiðanna frá fyrra ári.

Úttektarskýrslan er aðgengileg á vefnum og gerir hún ítarlega grein fyrir kröfum til vottunar og mati úttektarnefndarinnar.