Morgunfundur um samfélagsábyrgð í sjávarútvegi
FESTA, miðstöð um samfélagsábyrgð, heldur morgunfund miðvikudaginn 26.mars kl. 8.30-10 á Grand hóteli Reykjavík. Fundarefnið er samfélagsábyrgð í sjávarútvegi og verður íslenskur sjávarútvegur skoðaður út frá aðferðafræði samfélagsábyrgðar (e. Corporate Social Responsibility). Meðal fyrirlesara er Guðný Káradóttir forstöðumaður sjávarútvegs og matvælasviðs Íslandsstofu sem mun halda erindi um Iceland Responsible Fisheries.
Nánari upplýsingar og skráning er á vef Festu.